Olla og Jón Jónsson kenna börnum fótbolta

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var fótboltastjarna áður en hann geystist fram á tónlistarsviðið. Það er því ekki úr vegi að hann kenni börnum fótbolta í gegnum sjónvarpið. Hann er einmitt stjórnandi þáttarins Fótbolta-Akademían Spark ásamt Ollu Siggu landsliðskonu í Sjónvarpi Símans Premium. 

Í þáttunum er farið yfir allar undirstöður í knattspyrnu. Þar er farið yfir boltameðferðir, móttöku, sendingar, trix, skot og mörk. Jón og Olla Sigga fá til sín góða gesti en einn af þeim er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. 

Gunnar Jarl Jónsson er sérstakur ráðgjafi þáttarins en hann er þjálfari með áratuga reynslu í barna- og unglingastarfi í knattspyrnu.  Í hverjum þætti eru fræðslumolar þar sem lögð er á jákvæðar hliðar íþróttaiðkunnar sem snýr þá að næringu, svefni, andlegu hliðinni, foreldrum, ástundun og aga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda