„Hvenær er mamma búin að vera dáin?“

„Börn syrgja miðað við sinn þroska og svo eru börn alltaf að þroskast þannig sorgin þeirra er alltaf að breytast,“ sagði séra Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju, í Dagmálum.

Samhliða preststarfinu sinnir Matthildur hlutverki verkefnastjóra hjá Erninum, minningar- og styrktarsjóði fyrir börn sem misst hafa náinn ástvin. Börn í sorg er málefni sem lengi hefur verið henni hugleikið en Matthildur lagði stund á að rannska sorg hjá börnum í námi sínu. 

„Í fyrsta lagi þarf að byrja á að átta sig á því hvað er að deyja. Af því að börn skilja ekki alveg strax að einhver getur dáið og aldrei komið aftur. Það er svo sár sannleikur,“ lýsti Matthildur og ræddi um mikilvægi þess að mæta börnum í sorg á jafningjagrundvelli og út frá þroska þeirra hverju sinni. Í öllum tilfellum sé ekki síður mikilvægt að hagræða ekki sannleikanum í samtali við börnin þegar þáttaskil á borð við andlát náinna ástvina eiga sér stað.

„Á leikskólaaldri eru börn oft svolítið að bíða: „Heyrðu, hvenær er mamma búin að vera dáin?“, sem er mjög erfitt verkefni fyrir þau sem eru að ala upp barnið að þurfa stöðugt að taka þetta samtal og þurfa stöðugt að segja að hún komi aldrei aftur. En það verður að gera það.“

Örninn var stofnaður fyrir áratugi síðan og hefur félagið farið ört vaxandi. Hjá Erninum starfar þrautreyndur hópur sjálfboðaliða með það að markmiði að veita börnum í sorg bjargráð í sorgarúrvinnslunni. Örninn heldur úti starfsemi í Reykjavík og á Akureyri fyrir börn á aldrinum 9-17 ára.

Smelltu hér til að nálgast þáttinn í heild sinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál