Leyndarmál í fjölskyldum valda skaða

Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju og verkefnastjóri hjá Erninum, segir leyndarmál innan fjölskyldna geta verið mikinn skaðvald og þá sérstaklega fyrir börn. Matthildur var gestur í Dagmálum fyrr í vikunni þar sem hún ræddi um börn í sorg og með hvaða hætti hægt er að veita börnum heilbrigðan stuðning í sorgarúrvinnslunni.

„Sum börn fá það ósanngjarna verkefni upp í hendurnar að missa foreldri eða náinn ástvin. En þegar manneskja deyr úr sjálfsvígi þarf einhver vitneskja um andleg veikindi því þetta er svo flókið og erfitt að skilja. Og þá leitast fólk svolítið eftir því að koma með einfaldari útskýringar fyrir börnin, en þau eru bara miklu klárari en við höldum,“ útskýrði Matthildur. 

„Svo líður tíminn og barnið veit að það er verið að hylja. Þau vita að mamma og pabbi eru ekki að segja satt og það er eitthvað leyndarmál. Leyndarmál býr til skömm“, útskýrir Matthildur. Telur hún nauðsynlegt að útskýra dánarorsök vandlega fyrir börnum út frá þroska þeirra og þeim sagður sannleikurinn.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál