Þetta eru bestu barnabækur ársins

Barnabókin Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason er að mati menningarblaðamanna Morgunblaðsins besta barnabók ársins. Bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Kennarinn sem sneri aftur, þótti hins vegar standa upp úr í flokki ungmennabóka. 

„Hann er að glíma við ofboðslega erfiða hluti en gerir það á svo skemmtilegan hátt,“ segir Árni um umfjöllunarefni Gunnars í þriðju bókinni um Alexander Daníel, Bannað að drepa. „Þetta er fyndnasta bókin af þessum þremur þótt þarna sé þyngsta umfjöllunarefnið.“

Söguhetja Bergrúnar í Kennarinn sem sneri aftur býr við erfiðar heimilisaðstæður og ákveðinn kynáttunarvanda. „Mér finnst hún leysa þetta ofboðslega vel,“ segir Árni. 

Bestu barna- og ungmennabækurnar

Árni Matthíasson og Ragnheiður Birgisdóttir settust niður í Dagmálum og völdu bækur í tíu flokkum sem þeim þótti standa upp úr. 

Þau hömpuðu einnig Mömmuskiptum eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og Skrímslavinafélaginu eftir Tómas Zoega og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur í flokki barnabóka og Á eftir dimmum skýjum eftir Elísabetu Thoroddsen og Hrím eftir Hildi Knútsdóttur í ungmennaflokknum. 

„Hér eru höfundar að skrifa um veruleika sem börnin skilja og sjá sig í,“ segir Árni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál