Fyrirsætan Íris Freyja Salguero Kristínardóttir og athafnamaðurinn Egill Halldórsson eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok júní þegar lítil stúlka kom í heiminn.
„26.06.24,“ skrifaði parið í sameiginlegri færslu á Instagram. „Litla draumadaman okkar mætti í heiminn.“
Ásamt því að greina frá komu barnsins birtu þau myndir af barninu nýfæddu sem og af Írisi í fæðingunni.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar foreldrunum til hamingju með barnið!