Glímir við veikindi kasólétt að sínu öðru barni

Leikkonan Ashley Tisdale.
Leikkonan Ashley Tisdale. Samsett mynd

High School Musical-stjarnan Ashley Tisdale er ólétt að sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Christopher French. Það styttist óðum í settan dag hjá leikkonunni sem opnaði sig á dögunum um meðgönguna, en hún segir síðustu vikur hafa verið sérstaklega strembnar.

Síðastliðinn föstudag tilkynnti Tisdale á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi verið veik í um þrjár vikur með adenóveiruna. Algengast er að veiran setjist á öndunarfæri fólks þar sem einkennin koma fram eins og slæm kvefpest. Á sunnudag var svo gripið til frekari aðgerða vegna veirunnar og fékk Tisdale vítamín í æð, en leikkonan sagðist vera örmagna og með mikinn sársauka víðs vegar um líkamann. 

Leikkonan fékk vítamín í æð á sunnudag.
Leikkonan fékk vítamín í æð á sunnudag. Skjáskot/Instagram

Margt ógert áður en barnið fæðist

„Ég er örmagna. Ég er tilbúin að eiga þetta barn en samt ekki, ég þarf enn þá að setja upp veggfóður í barnaherberginu og koma skipulagi á allt, þannig að ekki koma alveg strax!“.

Tisdale hefur velt vöngum sínum yfir hvers vegna börn eiga það til að gera síðustu vikur meðgöngunnar sérstaklega erfiðar. „Ég trúi því að þau geri síðasta mánuðinn svona erfiðan svo að þú verðir tilbúin að henda þér í eitthvað sem þú værir venjulega hrædd við, en þú gerir það bara samt,“ segir hún.

Tisdale, sem er 39 ára, tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum með mynd af sér og eiginmanninum ásamt þriggja ára dóttur þeirra Júpíter. 

Page six

https://www.mbl.is/frettir/search/?qs=Ashley+Tisdale&search-radios=mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda