„Þú ert frábær og átt allt hið besta skilið“

Þegar við vinnum við það sem við elskum þá erum …
Þegar við vinnum við það sem við elskum þá erum við að þjóna heiminum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ein stærsta áskorun fólks í þessu lífi er að finna vinnu sem það er ánægt í. Vinnu sem hjálpar þeim að lifa lífinu sem það er ætlað að lifa. Vinna sem veitir fjármagn til að geta keypt áhugaverða hluti, sparað fyrir framtíðina og fram eftir götunum. 

Sumir eru á því að peningar séu góðir, aðrir telja peninga slæma. 

En hvernig finnum við vinnuna sem við myndum vinna ef peningar væru ekki vandamálið? Fyrir hvaða málstað eigum við að vinna?

Marianne Williamson er með góð svör við þessu. Smartland hefur fjallað um 10 lífsreglur í hennar anda. Við höldum áfram að leita í hugmyndasmiðju hennar þegar kemur að vinnu með tilgang.

Við getum öll orðið frábær

Marianne Williamson segir að þegar við setjum okkur sjálf ofar öðrum eða neðar öðrum erum við í ójafnvægi. Þegar við horfum á hvort annað sem jafningar, myndast kærleikur og flæði manna á milli. 

„Þegar við vorum börn þá vorum við full af ást og kærleika. En um leið og við uppgötvuðum að það væri til 1. sæti, 2. sæti og 3. sæti. ABC og fram eftir götunum þá byrjuðum við að keppa við hvort annað og miða okkur við aðra.“

Hún segir að Egóið okkar tali þegar við erum að bera okkur saman við aðra. Að Egóið sé ekki frá kærleiksandanum inn í okkur komið. Þó það tali eins og það sé að verja okkur þá er það ekki raunin. Við erum öll jöfn og okkur er ætlað að vera hamingjusöm og okkur er öllum ætlað að standa í ljósinu. 

Við eigum að hennar mati að standa í ljósi trausts og heiðarleika og vera afslöppuð og treysta. Leyfa hæfileikum okkar að koma fram. Hvert og eitt okkar er með hæfileika sem eru einstakir. Jafnir að hennar mati en einstakir. Það er nóg pláss fyrir alla til að efnast, vera hæfileikaríkir, skína og ná sínum markmiðum. 

Ertu stjarna í þínu eigin lífi?

Hún segir að ástæðan fyrir því að sumir vilja vera stjörnur, frægir og fram eftir götunum, sé að það sé ekki orðið stjarna í eigin lífi. „Ég veit hvað ég get og þarf ekki að biðja um leyfi frá heiminum um að gera. Ég er framleiðandi af mínu lífi og þarf ekki aðra til að uppgötva mig og framleiða mig.“

Horfðu í kringum þig. Komdu auga á fólk sem er eins og valið af æðra mætti til að sinna einhverju sem er það æðra. Þetta fólk er með glampa í augunum. Það vinnur ánægjunnar vegna og oftar en ekki flæða peningar í áttina til þeirra. Peningar eru ekki illir. Þeir eru í raun ekki góðir heldur. Þeir eru ekkert. Það er hægt að nota þá til góðs og ills, en í raun eru þeir ekki með neitt gildi einir og sér.

Það er pláss fyrir okkur öll í lífinu. Við erum …
Það er pláss fyrir okkur öll í lífinu. Við erum jöfn og eigum öll skilið að vera hamingjusöm og farsæl. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Vinna í þágu ástar

Þess vegna áttu ekki að vinna til þess eins að búa til pening. Heldur vinna í þágu kærleika og ástar. Þú átt að dreifa hæfileikum þínum eins og gjöf yfir veröldina. Reyndu að hafa aðferðir þínar í vinnunni meira í þágu þjónustar en sölu. Þú getur gert þetta sem yfirmaður og í raun og veru í hvaða starfi sem er. Gefðu meira en þú tekur.

Vandamálin skapast hinsvegar þegar við verðum háð peningum. 

Fyrir þá sem eru óánægðir í starfi segir hún eftirfarandi: „Biddu æðri mátt um að opna huga þinn fyrir þeirri þjónustu sem þér er ætlað að veita í þessum heimi. Spurðu: hvernig get ég orðið að liði? Hvernig get ég starfað við það sem ég elska?“

Hún segir að þannig opnist hugurinn fyrir nýjum hlutum. Hlutverkinu sem okkur er öllum ætlað að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál