Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

Steinunn Ýr og Andrea Alexa fylgjast með landsliðinu á Íslandi.
Steinunn Ýr og Andrea Alexa fylgjast með landsliðinu á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair á Ítalíu hjá Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr fylgist með HM með yngri barni þeirra á Íslandi og segir að mótið hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði. 

Hvernig kom það til að þú byrjaðir að starfa sem au-pair hjá Emil og Ásu?

„Ég rakst á auglýsinguna hjá Ásu á Facebook þar sem hún óskaði eftir au-pair til að koma og vera með þeim þegar þau fluttu frá Verona til Udine á Ítalíu. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og sendi Ásu strax skilaboð,“ segir Steinunn Ýr. 

Hvernig myndir þú lýsa hefðbundnum degi þínum sem au-pair?

„Það er engin dagur eins en dagarnir hjá mér byrja oftast mjög rólega á virkum dögum þar sem Emil fer með krakkana í skóla og leikskóla. Við Ása nýtum oft morgana til að fara á æfingu eða klára vinna til dæmis í Pom Poms & co og undirbúa næsta Pop up-markað. Seinni partinn sæki ég krakkana og fer með Emanuel á æfingar eða við reynum að gera eitthvað skemmtilegt saman fram að kvöldmat. Ég og Ása sjáum um að elda kvöldmatinn saman. Þess á milli að sinni ég léttum heimilistöfrum.“

Hvað er það besta við að vera au-pair?

„Það er fyrst og fremst að fá að eyða tímanum með börnunum, tækifæri til að ferðast og upplifa aðra menningu.“

Steinunn Ýr ásamt börnum Emil og Ásu þeim Emanuel og …
Steinunn Ýr ásamt börnum Emil og Ásu þeim Emanuel og Andreu Alexu. Ljósmynd/Aðsend

Hvað hefur þú lært á dvöl þinni hjá fjölskyldunni á Ítalíu? 

„Ég hef lært heilan helling af Ásu og Emil sem ég er mjög þakklát fyrir. Fyrst og fremst lærði ég á það hvernig fótboltalífið virkar og getur verið jafn skemmtilegt eins og það er erfitt. Ása hefur kennt mér að elda heilan helling af góðum mat og lært að lifa heilbrigðum lífastíl. Einnig hef ég lært fullt í viðskiptum enda fullt fengið að taka þátt í þeirra viðskiptum. Síðast ekki síst eru það krakkarnir sem eru alltaf að kenna mér eitthvað skemmtilegt alla daga, Emanuel hefur kennt mér það litla sem ég kann í Ítölsku.“

Smitaðist þú af HM undirbúningnum og spenningnum í gegnum starfið?

„Já algjörlega, HM var alltaf í undirmeðvitundinni síðustu mánuði enda mikilvægt að Emil gæti verið að æfa vel og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af Ásu einni heima með krakkana.“

Ferð þú til Rússland?

„Nei, ég fer ekki til Rússland heldur er ég heima með Andreu Alexu á meðan Ása og Emanuel fara út á fyrstu tvo leikina.“

Fylgist þið með leikjum Íslands?

„Já við fylgjumst alltaf spennt með leikjum, hvort sem það er á vellinum eða í sjónvarpinu heima. Stemmingin er mikill í kringum landsleikina enda oftast sem allt Ísland tekur þátt í að styðja strákana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál