Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

Oprah Winfrey á nóg af peningum og er líklega dugleg …
Oprah Winfrey á nóg af peningum og er líklega dugleg að setja sér markmið og vinna að þeim. AFP

Rithöfundurinn Tom Corley eyddi fimm árum í að skoða hvað einkennir ríkt fólk og hefur fjallaði um það í bókum sem hann hefur skrifað. Business Insider greinir frá helstu niðurstöðum hans en auk þess sem ríkt fólk venur sig á ákveðna hluti kemur í ljós að fólk sem er ekki jafnfarsælt í fjármálum á líka sitthvað sameiginlegt. 

Hann segir ríkt fólk venja sig á ákveðna hegðun. Þetta getur verið til dæmis að prófa nýja hluti í von um að uppgötva eitthvað nýtt, lesa sér til fróðleiks í hálftíma á dag, vinna að tengslanetinu, setja sér markmið og taka áhættu. 

Það sem fólk sem hefur ekki notið jafnmikillar gæfu á fjármálasviðinu á sameiginlegt felst í því að það venur sig ekki á að gera ákveðna hluti og er það sagt endurspegla persónuleika þeirra. Þetta getur verið að lesa sér ekki til fróðleiks, hreyfa sig ekki á hverjum degi, borða ekki hollt, elta ekki drauma, vinna ekki að markmiðum og hringja ekki strax til baka. 

Listinn með hlutum sem sem fólk sem verður ekki ríkt gerir ekki. Að vakna ekki snemma til þess að vinna í sjálfum sér er líka merki um fárhagslega ógæfu sem og að gera ekki meira en manni er borgað fyrir. 

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett.
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál