Hvenær verður fólk fullorðið?

Það að borga leigu finnst ekki öllu ungu fólki fullorðinslegt.
Það að borga leigu finnst ekki öllu ungu fólki fullorðinslegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvenær verður fólk fullorðið? Átján ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó eins og þá hefjist fullorðinslífið. Bandarískur háskólaprófessor segir að fólk sem hann kennir líði ekki eins og það verði fullorðið fyrr en töluvert seinna á lífsleiðinni. 

Rebekah Fitzsimmons greinir frá því í viðtali við Business Insider að hún hafi gert könnun á meðal nemanda sinna sem eru í kringum tvítugt og í ljós hafi komið að meirihluti þeirra telur sig ekki tilheyra heimi hinna fullorðnu fyrr en þeir eignast börn sjálfir. 

„Það var ekki þegar það útskrifaðist úr háskóla, það var ekki að fá sína fyrstu vinnu,“ sagði Fitzsimmons og talaði um að sín skilgreining hefði verið þegar hún byrjaði að borga leigu og reikninga. 

Barneignaraldur fer hækkandi víða á Vesturlöndum. Ef ungt fólk telur sig ekki fullorðið fyrr en það eignast börn má segja að ungt fólk í dag verði mun seinna fullorðið en kynslóðirnar á undan. 

Með barni kemur fullorðinstilfinning.
Með barni kemur fullorðinstilfinning. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál