Fólk afkastar minna í góðu veðri

Missir þú einbeitinguna þegar það er gott veður?
Missir þú einbeitinguna þegar það er gott veður? Pexels

Rannsóknir á afkastagetu benda til þess að við afköstum almennt minna þegar veðrið er gott. Í rannsókn sem birtsti í tímariti bandaríska sálfræðingafélagsins voru niðurstöðurnar að góða veðrið hefði truflandi áhrif á vinnandi fólk.

Við Íslendingar eigum auðvelt með að færa þessar niðurstöður yfir á okkar raunveruleika. Hver kannast ekki við að bíða eftir að vinnudeginum ljúki til þess að komast út í góða veðrið?

Rannsóknin byggist á gögnum um japanska bankastarfsmenn, rannsóknum á starfsfólki í netiðnaðinum í Bandaríkjunum og tilraunum á rannsóknarstofu. 

Afköst starfsfólks voru meiri þegar veður var slæmt og minni þegar veður var gott. Niðurstöðurnar gefa til kynna að veðrið hafi sérstaklega áhrif á einbeitingu fólks. Í rannsókninni var öllu í umhverfinu stjórnað með tilliti til þess hvað drægi úr einbeitingu fyrir utan veðrið, enda lítið hægt að gera í því hvernig veðrið er.

Það er margt sem við getum stjórnað í umhverfi okkar …
Það er margt sem við getum stjórnað í umhverfi okkar til að forðast truflanir. Við getum þó ekki stjórnað veðrinu. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál