„Fljótt ákveðin í að vilja segja frá“

Dr. Erla Björnsdóttir segist snemma hafa ákveðið að hún vildi segja frá því sem hún var að læra í meistara- og doktorsnámi sínu. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og er næsti viðmælandi í þættinum Þær sem sýndur er í Sjónvarpi Símans. 

Erla er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði svefns og segir mikilvægt að niðurstöður rannsókna skili sér til almennings svo hann geti nýtt sér þær upplýsingar til góðs. Hún bendir á að niðurstöður rannsókna taki að meðaltali 9 ár að skila sér út í samfélagið.

Þær eru metnaðarfullar og njóta velgengni hver á sínu sviði. Þær skara fram úr og eru farsælar í sínum störfum. Þær hafa yfirstígið ýmsar hindranir sem sumar hverjar snúa að því að þurfa að sanna sig sem konur á sínum sviðum. Þær eru innblástur fyrir aðrar konur.

Í þáttaseríunni Þær er ljósinu varpað á Eddu Hermannsdóttur markaðsstjóra og frumkvöðul, Unni Valdimarsdóttur prófessor, Írisi Dögg Einarsdóttur ljósmyndara, Erlu Björnsdóttur doktor og Sunnevu Ásu Weishappel listakonu. Þar fjalla þær meðal annars um ljónin í veginum og það hvernig þær hafa náð sínum eftirtektarverða árangri. Áhugaverð sería um áhugaverðar konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál