„Fljótt ákveðin í að vilja segja frá“

Dr. Erla Björnsdóttir segist snemma hafa ákveðið að hún vildi segja frá því sem hún var að læra í meistara- og doktorsnámi sínu. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og er næsti viðmælandi í þættinum Þær sem sýndur er í Sjónvarpi Símans. 

Erla er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði svefns og segir mikilvægt að niðurstöður rannsókna skili sér til almennings svo hann geti nýtt sér þær upplýsingar til góðs. Hún bendir á að niðurstöður rannsókna taki að meðaltali 9 ár að skila sér út í samfélagið.

Þær eru metnaðarfullar og njóta velgengni hver á sínu sviði. Þær skara fram úr og eru farsælar í sínum störfum. Þær hafa yfirstígið ýmsar hindranir sem sumar hverjar snúa að því að þurfa að sanna sig sem konur á sínum sviðum. Þær eru innblástur fyrir aðrar konur.

Í þáttaseríunni Þær er ljósinu varpað á Eddu Hermannsdóttur markaðsstjóra og frumkvöðul, Unni Valdimarsdóttur prófessor, Írisi Dögg Einarsdóttur ljósmyndara, Erlu Björnsdóttur doktor og Sunnevu Ásu Weishappel listakonu. Þar fjalla þær meðal annars um ljónin í veginum og það hvernig þær hafa náð sínum eftirtektarverða árangri. Áhugaverð sería um áhugaverðar konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda