Sköpunargleði minnkar líkur á kulnun

„Rannsóknir hafa bent á að því meira sem við sköpum því meira af gleðihormónum framleiðir líkaminn,“ segir Birna Dröfn Birgisdóttir, viðskiptafræðingur og sérfræðingur í sköpunargleði.

Birna Dröfn er gestur í Dagmálum dagsins en hún og eiginmaður hennar, Hannes Agnarsson Johnson, eiga og reka fyrirtækið Sköpunargleði ehf. Fyrirtækið stofnuðu þau vegna ástríðu sinnar fyrir skapandi hugarfari en bæði hafa þau óbilandi trú á sköpunargleði. Síðustu misseri hafa þau hjónin þróað hugbúnaðarlausn sem nefnist Bulby. Hugbúnaðinum er ætlað að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að nýta og efla sköpunargleði og fullnusta hugmyndasköpun.

„Þetta er æfing. Þú getur þjálfað sköpunargleðina alveg eins og þegar þú ferð í ræktina og þjálfar vöðvana til að verða sterkari,“ segir Birna Dröfn og bendir á að öllum er kleift að gera æfingar sem efla sköpunargleðina og auka árangur og vellíðan í kjölfarið.

Ofurkraftur

Birna Dröfn stundar doktorsnám í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún rannsakar áhrif og árangur sköpunargleði hjá einstaklingum en skapandi hugarfari líkir hún við ofurkraft.

„Við getum dregið úr þunglyndi, dregið úr kvíða og minnkað líkurnar á kulnun,“ segir Birna Dröfn um þann ávinning sem getur hlotist af því að því að efla sköpunargáfuna og hugsa út fyrir kassann. „Þetta er ofurkraftur sem mig langar til að sem flestir þjálfi.“

Viðtalið við Birnu Dröfn má í heild sinni nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda