Berjast gegn þrælahaldi

Jessica Alba er nýkomin í vinnu eftir barneignaleyfi fyrir vörumerkið …
Jessica Alba er nýkomin í vinnu eftir barneignaleyfi fyrir vörumerkið sitt Honest. Þar sem hún leggur áherslu á lífrænar vörur sem eru framleiddar á heiðarlegan hátt. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Fjölmargir þekktir einstaklingar styðja við heiðarleika og berjast gegn nútímaþrælahaldi þegar kemur að iðnaði eins og tískunni. Á meðal þeirra eru Jessica Alba, Emma Watson, Olivia Wilde og Pharell Williams svo einhverjir séu nefndir.

Jessica Alba er með vörumerkið sitt Honest þar sem hún selur varning fyrir börn sem og Honest Beuaty sem býður upp á snyrtivöru sem búnar eru til á heiðarlegan og lífrænan hátt.

Samkvæmt Fashionista þá er tískuiðnaður sá iðnaður sem ber uppi nútímalegt form af þrælahaldi, umfram annan iðnað að undanskildum tæknigeiranum. 

Global Slavery Index skýrslan fyrir árið 2018 segir ótrúlegt magn af fatnaði vera innflutt reglulega inn í G20-löndin sem eru 80% af alheimsmarkaði þegar kemur að fatnaði í heiminum. Talið er að í kringum 40 milljónir manna hafi verið þrælar tískuiðnaðarins árið 2016, 70% af því vinnuafli séu konur. Vitað er að við bómullarrækt býr fólk við afar lélegar aðstæður og fær varla borgað fyrir vinnu sína. Börn þar með talin. 

BBC hefur verið duglegt að fjalla um málið, meðal annars þegar fram kemur ákall til heimsbyggðarinnar í formi orðsendinga og óska um hjálp úr þrælabúðum í Indlandi og Kína svo dæmi séu tekin.  

End it Movement og Walk Free eru hreyfingar sem hafa lagt áherslu á nútímaþrælahald og fengið til liðs við sig fjölmarga þekkta einstaklinga. Við sjáum á hverju ári í febrúar fræga fólkið rita rauðan kross á hendurnar og pósta á Instagram svo dæmi séu tekin.

Neytendur þurfa að vera vakandi fyrir því hvað þeir kaupa. Að geta rakið uppruna þess klæðnaðar sem það kaupir og eins þarf almenningur að passa að kaupa ekki of mikið af fatnaði. Frekar vandaðan fatnað sem endist í lengri tíma. Sem dæmi: Ef kjóll kostar út úr búð 5.000 kr. má gera ráð fyrir að efnið hafi kostað sitt, flutningur og saumaskapur. Það gefur auga leið að rými til að borga fólki fyrir vinnu sína í þessum verðflokki er ekki mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál