Fjölmargir þjóðþekktir menn keppa í „Frestunarsamkeppni Íslands“ í nýrri auglýsingu Mottumars. Yfirskrift Mottumars í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“, sem vísar til þess að karlmenn eigi ekki að fresta því að athuga möguleg einkenni krabbameins.
Meðal þeirra sem koma fram í auglýsingunni eru Friðrik Dór Jónsson, Ari Eldjárn, Björgvin Franz, Haraldur Þorleifsson, Aron Can, Sóli Hólm og Hannes Þór Halldórsson.
Auglýsingin er gerð af auglýsingastofunni TVIST. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum Republik og Magnús Leifsson leikstýrði auglýsingunni.
Í tilkynningu frá Mottumars segir að í nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur áður en þeir leituðu til læknis. 14 prósent þeirra biðu í meira en ár.
Sala á Mottumarssokkunum stendur yfir og allur ágóði sölunnar rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarf Krabbameinsfélagsins.