Myndskeið: Þjóðþekktir menn í „Frestunarsamkeppni Íslands“

Fjölmargir þjóðþekktir menn keppa í „Frestunarsamkeppni Íslands“ í nýrri auglýsingu Mottumars. Yf­ir­skrift Mottumars í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“, sem vísar til þess að karlmenn eigi ekki að fresta því að athuga möguleg einkenni krabbameins. 

Meðal þeirra sem koma fram í auglýsingunni eru Friðrik Dór Jónsson, Ari Eldjárn, Björgvin Franz, Haraldur Þorleifsson, Aron Can, Sóli Hólm og Hannes Þór Halldórsson.

Auglýsingin er gerð af auglýsingastofunni TVIST. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum Republik og Magnús Leifsson leikstýrði auglýsingunni.

14% beið í meira en ár

Í tilkynningu frá Mottumars segir að í nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur áður en þeir leituðu til læknis. 14 prósent þeirra biðu í meira en ár.

Sala á Mottumarssokkunum stendur yfir og allur ágóði sölunnar rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarf Krabbameinsfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál