Húðsjúkdómalæknir Jenner segir frá

Kendall Jenner var með bólur sem unglingur.
Kendall Jenner var með bólur sem unglingur. mbl.is/AFP

Húðsjúkdómalæknirinn Christie Kidd fræddi aðdáendur Kendall Jenner um hvernig væri best að þvo sér í sturtu til þess að koma í veg fyrir bólur.

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan var lengi með bólur. Hún gerði þess vegna myndband með húðsjúkdómalækni sínum til þess að kenna fólki hvernig ætti að þvo sér á réttan hátt í sturtu og þannig koma í veg fyrir bólur.

Samkvæmt Daily Mail vill Kidd meina að fólk þurfi að endurskoða hvernig það þvær sér í sturtu en margir enda sturtuferðir sínar á að setja næringu í hárið, þvo líkamann á meðan næringin er í hárinu og skola síðan hárið að lokum. Þessi aðferð getur hins vegar leitt til bólumyndunar þar sem olíuleifar verða eftir á líkamanum. 

Kidd mælir með þessari aðferð þegar kemur að því að þvo sér: 

<strong>1.</strong> Þvo hárið með sjampói. 

<strong>2.</strong> Þvo hárið með næringu. 

<strong>3.</strong> Skola næringuna úr hárinu. 

<strong>4.</strong> Setja hárið upp með teygju eð spennu. 

<strong>5.</strong> Þvo líkamann. 

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál