Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Hér er Aldís Ólöf Júlíus fyrir og eftir. Hún er …
Hér er Aldís Ólöf Júlíus fyrir og eftir. Hún er búin að léttast um 60 kíló síðan 2015. Ljósmynd/Samsett

Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. 

Þegar ég spyr Aldísi hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa vörn í sókn segist hún hafa verið orðin svo stirð og öfugsnúin að hún hafi orðið að gera eitthvað í málunum. 

„Ég var orðin 140 kíló og lífsgæðin voru eftir því, alveg hryllileg. Alla morgna vaknaði ég stirð og öfugsnúin. Sem er náttúrlega engin furða því ég var í allt of mikilli yfirþyngd og líkaminn var ekki að vinna með mér. Það að koma mér og börnunum mínum á fætur var þrautaganga fyrir mig,“ segir Aldís. 

Þegar Aldís er spurð að því hvernig hún hafi eiginlega farið að þessu segir hún að hún hafi ákveðið að þetta yrði langhlaup – ekki spretthlaup. 

„Ég ákvað það að þetta yrði ekki skyndikúr eins og alltaf. Ég byrjaði smátt og gerði litlar breytingar. Ég bannaði mér þannig séð ekki neitt heldur minnkaði skammtana og bætti smátt inn hreyfingu. Eftir tvo mánuði ákvað ég fyrst að fara í ræktina sem var stórt skref fyrir mig sem var með svo lítið sjálfsálit og leið ekki vel eins og ég var. En ég gat það og er svo ánægð að ég hafi ekki guggnað a ræktinni því núna er ég fastagestur þar nánast alla daga vikunnar og elska það,“ segir hún. 

Þessar myndir tók Aldís af sér um það leyti sem …
Þessar myndir tók Aldís af sér um það leyti sem hún var að byrja að taka sig taki árið 2015.

Aldís hætti ekki að borða neitt sérstakt heldur minnkaði alla skammta. 

„Ég hef alltaf leyft mér allt nema að ég hef minnkað skammtana töluvert. Ég tók annað slagið ketóvikur þar sem kolvetni eru takmörkuð og svoleiðis en hef alltaf verið að borða mat sem mér finnst virkilega góður. Hef alltaf svindldag einu sinni í viku. Það er mikilvægt fyrir mig að leyfa sér smá líka. Ég hef svo fengið mikla hjálp frá þeim í Leanbody-búðinni og hef notað vörurnar þeirra í um eitt og hálft ár og þær hafa hjálpað mér í átt að mínum markmiðum.“

Aldís fór að lyfta um leið og hún byrjaði í ræktinni. 

„Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Núna í desember skráði ég mig í fjarþjálfun hjá Jóhanni Norðfjörð, finnst það ótrúlega skemmtilegt og krefjandi.“

Þegar Aldís er spurð að því hvernig það hafi breytt lífi hennar að léttast svona mikið segir hún að það sé varla hægt að lýsa því. 

„Þetta er allt annað líf, lífsgæðin margfalt betri og lífshamingjan komin upp á yfirborðið. Ég er ekki lengur inni í þessari holu sem ég var búin að grafa mig ofan í og lifi svo góðu, heilbrigðu lífi með fjölskyldunni minni. Stuðningurinn sem ég hef frá manninum mínum er ómetanlegur og líka frá fólkinu í bænum. Ég bý í yndislegu samfélagi hérna á Siglufirði og er ástfangin af lífinu núna.“

Aldís játar þó að þetta hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún hafi alveg dottið af vagninum. 

„Ég er orðin meistari í að rífa mig upp ef ég dett af vagninum. Það sem hefur oft virkað vel er að kaupa sér nýjar ræktarbuxur og halda áfram, sama hvað.“

Hún er þó ekki bara í ræktinni heldur hefur unun af því að labba á fjöll. Síðasta sumar setti Aldís sér það markmið að labba 80 sinnum upp á Hvanneyrarskála og það tókst. Lokamarkmiðið var að fara upp á Hólshyrnuna og það tókst líka. 

„Það sem ég lærði af þessu er að ég get það sem ég ætla mér og þú getur það líka,“ segir hún. 

Ef þið viljið fylgjast með Aldísi þá er hún með opið Snapchat þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með lífi sínu. 

Í dag nýtur Aldís þess að hreyfa sig.
Í dag nýtur Aldís þess að hreyfa sig.
Hér er hægt að fylgjast með Aldísi á Snapchat.
Hér er hægt að fylgjast með Aldísi á Snapchat.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál