Leyfir sér en borðar bara helminginn

Mindy Kaling eignaðist barn í desember.
Mindy Kaling eignaðist barn í desember. AFP

Leikkonan Mindy Kaling elskar að hreyfa sig en segist vera meðvituð um að hún grennist ekki endilega á því að mæta í ræktina. Í viðtali við Shape segist hún borða hollt en þegar hún fer út að borða pantar hún það sem hana langar en klárar ekki af diskinum. 

„Ég veit að það að æfa er ekki endilega leiðin fyrir mig til þess að verða grönn. Fyrir líkamsgerðina mína þarf ég að borða vel og velja hollt. Að æfa er leið fyrir mig til að öðlast andlegan styrk,“ segir Kaling sem segist ekki fara til sálfræðings þar sem hún fái svo mikið endorfín við það að hreyfa sig. 

Kaling eignaðist sitt fyrsta barn í desember og hefur verið að koma sér í form. Hún segist hafa fundið auðvelda leið til þess að grennast eftir æfingu. Kaling segist hafa vitað að ef hún myndi þyngjast mikið á meðgöngunni gæti það orðið erfitt. Hún segir að læknir hennar hafi sagt að konur sem þyngjast um 11 til 13 kíló á meðgöngunni ættu auðveldara með að léttast eftir meðgönguna. Hún passaði sig því á meðgöngunni og þyngdist um rúm 12 kíló. 

Hún æfði líka mikið á meðgöngunni, fór í jóga, út að ganga og út að hlaupa meðan hún gat. „Ég æfði þangað til morguninn sem ég fæddi,“ segir Kaling sem byrjaði að fara út að ganga viku eftir fæðinguna. 

Kaling æfir fjórum til fimm sinnum í viku á meðan hún er í tökum. Hún fer í tíma með hjólum, í tíma sem leggja áherslu á að styrkja líkamann og gerir jóga einu sinni í viku. 

Á venjulegum degi fær Kaling sér eitt til tvö egg í morgunmat ásamt avókadó og grófu brauði með smjöri. Í hádeginu fær hún sér salat og fisk eða kjúkling og ef hún er heima á kvöldin eldar hún eitthvað hollt eins og lax og spínat. Ef hún borðar hins vegar úti fær hún sér það sem hana langar í en borðar bara helminginn. 

Mindy Kaling á Met Gala nú í maí.
Mindy Kaling á Met Gala nú í maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál