Rassaæfingar Kim Kardashian

Afturendi Kim Kardashian vekur jafnan mikla athygli.
Afturendi Kim Kardashian vekur jafnan mikla athygli. AFP

Afturendi Kim Kardashian er einn sá frægasti í heimi. Þrátt fyrir að það megi vel vera að rassinn hafi stækkað eitthvað með hjálp lýtalækna þá er það víst að raunveruleikastjarnan er dugleg að styrkja rassvöðvana. 

Melissa Alcantara, einkaþjálfari stjörnunnar, segir að Kardashian elski að að styrkja aftaverð lærin og rassvöðvana. Alcantara deildi uppáhalds rassa- og fótaæfingum Kardashian með Women's Health. Hún segir mikilvægt að eins þessi stóri vöðvahópur fái hvíld og þær æfi bara fætur og rass tvisvar í viku. 

Á vef Women's Health má sjá Alcantara sýna æfingarnar en hér er listi fyrir þær sex æfingar sem hún gaf upp. 

Hægt er að gera æfingarnar án lóða en þegar kemur að því að velja þyngd fyrir æfingarnar er Alcantara með góð ráð. Hún mælir með að lóðin séu nógu létt til þess að geta klárað umferðirnar en samt það þung að síðustu þrjú, fjögur skiptin séu mjög erfið. 

Dauðaganga

Alcantara gerir framstigið með því að ganga áfram í stað þess að stíga til baka. Hún notar einnig lóð í æfingunni og mælir með 20 á hvorn fót, fjórar umferðir. 

Kim Kardashian var búin að æfa vel fyrir Met Gala.
Kim Kardashian var búin að æfa vel fyrir Met Gala. AFP

Mjaðmalyftur

Flestir kannast við að lyfta rassinum liggjandi á dýnu, æfing sem oft er kölluð brú. Alcantara liggur hins vegar ekki á dýnu heldur kemur bakinu fyrir á lyftingarbekk, fótunum á gólfið og lyftir mjöðmunum þannig upp. Hún heldur á einu lóði á mjaðmasvæðinu. Hún mælir með að gera 20 mjaðmalyftur, fjórar umferðir. 

Hnébeygjur

Alcantara heldur á lóði þegar hún gerir hnébeygjurnar auk þess sem hún stendur á lóðum. Hún mælir með því að gera 12 til 20 hnébeygjur, fjórar umferðir. 

Fótalyftur

Fótalyfturnar gerir Alcantara á fjórum fótum og lyftir fótum til þess að styrkja bæði aftanverð lærin og rassvöðva. Þjálfarinn mælir með 50 lyftum á hægri fæti og skipta svo yfir í 50 lyftur á vinstri. 

Hnébeygja á öðrum fæti

Í þessari æfingu stígur Alcantara fram í annan fótinn og kemur hinum upp á til dæmis stól eða lyftingabekk. Hún beygir síðan stöðufótinn rólega en réttir hraðar úr honum. Alcantara heldur á lóðum í æfingunni og mælir með því að gera 12 beygjur á hvorn fót, fjórar umferðir. 

Hælar að rassi

Alcantara segir að Kardashian styrki aftanverð lærin í sérstöku æfingatæki en einnig sé hægt að gera æfinguna heima. Þá sé best að koma sér fyrir á bekk þannig að mjaðmirnar snerta enda bekksins og fæturnir eru frjálsar en hendurnar halda um bekkinn. Svo sé best að fá félaga til þess að koma fyrir lóðum á milli fótanna og því næst er því lyft þannig að markmiðið er að láta hæla snerta rass. Alcantara mælir með 12 til 20 endurtekningum, fjórum umferðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál