Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

Elle Macpherson veit hvað virkar.
Elle Macpherson veit hvað virkar. skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli á Get The Gloss að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. 

Fyrirsætan heldur fótleggjunum grönnum en þó stæltum með því að drekka vatn, ganga í sjó, gera jóga, sofa almennilega og fara í gufubað. „Áður fyrr, eftir að ég borðaði sykur, salt og hveiti, litu fótleggirnir út fyrir að vera þyngri. Þegar mataræðið mitt er aðallega alkaline og ég borða aðallega grænmeti og drekk mikið af vatni breytast fótleggirnir mínir,“ skrifar Macpherson í pistli sínum. Macpherson heldur sig að mestu við mat úr jurtaríkinu, sleppir mjólk og sykri og oftast hveiti.

@watsonsbayboutiquehotel - 💋 📷 @bushandocean

A post shared by Elle Macpherson (@ellemacphersonofficial) on Mar 20, 2018 at 5:06pm PDT

Þegar henni líður eins og fætur hennar séu bólgnir reynir hún að drekka vatn og hreyfa sig úti. Best þykir henni þó að vinna bug á bjúg með því að liggja á gólfinu með fætur upp við vegg. 

Þrátt fyrir að hafa unnið sem fyrirsæta í mörg ár er Macpherson bara mannleg og glímir við appelsínuhúð eins og aðrar konur. Henni finnst gufubað hafa góð áhrif á húðina sem og heitar og kaldar sturtur. Hún þurrburstar húðina og notar líkamsskrúbba til þess að auka blóðflæði í húðinni, losna við dauðar húðfrumur og til að næra húðina. 

Elle Macpherson.
Elle Macpherson. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál