Þegar ég byrjaði að elska vigtina

Kúnstin við að vera í kjörþyngd og í góðu formi …
Kúnstin við að vera í kjörþyngd og í góðu formi er að borða nóg af mat sem er hollur og góður fyrir líkamann. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það eru margir í glímu við vigtina. Þeir gera staðföst heit um að snúa við blaðinu og byrja í hollustu, en enda svo á því að detta í sykur og óhollustu þegar líður á daginn. Jafnvel hinir viljasterkustu öguðustu einstaklingar, mega sín lítils þegar kemur að mataræði. 

Hvað ef ég myndi bara byrja að elska vigtina? Hvað þarf ég raunverulega að gera til þess?

Upphafsstefið er án efa það að byrja að elska okkur sjálf, útlit okkar og líkama.

Auðvitað er gagnlegt að átta sig á því að líkaminn okkar er gefinn okkur til þess að við hugsum vel um hann og þar af leiðandi þurfum við að næra hann af ást og góðum hugsunum.

Ást gagnvart líkama okkar verður að byrja í huganum okkar. Með þakklæti og auðmýkt í byrjun þessarar vinnu getum við haldið áfram í þessu ferðalagi okkar í að elska vigtina. 

Algengustu mistökin sem við öll gerum þegar við ætlum að sigrast á vigtinni er að halda að magn af mat hafi eitthvað með þyngd að gera. Það stórkostlega við orustuna er nefnilega það að við vinnum vigtina með því að borða nóg af „réttum“ mat. Blóðsykurinn er annað atriði. Þar sem ber að koma honum upp á morgnana fyrir daginn en ekki á kvöldin þegar þreyta gerir vart við sig. 

Hér eru skoðuð nokkur mikilvæg atriði að muna eftir.

Skipuleggðu daginn

Allt sem nýtir umhyggju og ást lítur vel út. Eitt af því sem skiptir miklu máli þegar kemur að mataræðinu er að gera plön og halda sig við plön yfir daginn. Gott er að borða þrjár kærleiksríkar máltíðir á dag og reyna að venja sig af því að borða á milli mála.

Ef þú treystir þér til að taka út sykur er það frábær leið til að auka ástina á vigtinni. Reyndu að velja þér mat, sósur og fleira sem er með sykur í fimmta sæti eða lægra. Sumar af ljúffengustu bernais-sósum bæjarins eru án sykurs! Við elskum þær!

Borðaðu grænmeti

Það sem er góð þumalfingursregla er að hafa magn af grænmeti á diskinum í kringum 80% á móti próteini og fitu 20%. Gott er að borða vel af hráu grænmeti, eins og gulrótum og agúrkum. Eins er gott að klára grænmetið fyrst og enda máltíðina á próteininu og fitunni.

Borðaðu einn ávöxt á morgnana

Til að koma blóðsykrinum upp er nauðsynlegt að borða eins og eitt epli á morgnana ásamt góðum skammti af próteini. Egg er frábær orkugjafi og nærir vöðvana fyrir daginn. Ekki enda daginn á því að borða ávexti, haltu þig við ávexti á morgnana og þannig finnur þú hvernig blóðsykurinn helst jafn og góður yfir daginn.

Fita

Fita er nauðsynleg fyrir okkur öll og er gott að hafa hugfast að borða fitu í hádeginu og á kvöldin. Farðu skynsamlega með magnið ef þú ert að ná vigtinni niður og ekki fara mikið yfir 70 g. 

Prótein

Ef þú vilt halda í góðan vöðvamassa skiptu þá prótein gjöfunum nokkuð jafnt og þétt yfir þessar þrjár máltíðir sem þú ætlar að borða yfir daginn. Þetta þýðir að morgunmaturinn á að vera svipaður í magni af próteini og kvöldmaturinn þinn. 

Magn af mat

Þegar þú venur þig á að borða þrjár máltíðir á dag þá þarftu nóg af orkugjöfum. Hafðu það hugfast að þú þarft alla vegana í kringum 1,5 kg af mat á dag, en hafðu grænmeti stóran hluta af því magni. Gerðu máltíðina þína fallega og kærleiksríka fyrir augu og nefið.

Að lokum er gott að nefna það að ef þú skráir niður hjá þér allt sem þú borðar yfir daginn áður en þú ferð í það að breyta mataræðinu mun það auðvelda þér að sjá hvar og hvenær yfir daginn þú ert að missa þig í mataræðinu.

Ekki dæma sjálfan þig hart ef þú ferð frá plönunum þínum. Haltu áfram í kærleik og reyndu að gera betur á hverjum degi. Stundum þurfum við að hugsa daginn í klukkutímum eða jafnvel tíu mínútum, ef við erum vön að fá okkur að borða til að breyta hugarástandi okkar.

Tilfinningar eru oft ástæða þess að fólk borðar of mikið. Ef þú ert í basli með aukakílóin getur því verið frábær fjárfesting að losa út neikvæðar tilfinningar reglulega. Þú sérð mörg kíló fjúka af vigtinni ef áhyggjurnar fjúka úr huganum. Líttu á áskoranir þínar sem spennandi verkefni og mundu að þú getur alltaf fundið einhvern sem hefur sigrast á því sem þú ert að kljást við. Seinna meir muntu svo vilja gefa árangur þinn áfram.

Gangi þér vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál