Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

Jennifer Garner er með vöðvastælta handleggi.
Jennifer Garner er með vöðvastælta handleggi. AFP

Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner fór í átak fyrir myndina Peppermint og með hjálp þjálfara lagði hún áherslu á að styrkja handleggina. 

Þjálfarinn Simone De La Rue leiðbeindi Garner að byggja upp vöðvana. „Við vissum að hún þyrfti að líta út eins og ofurhetja,“ sagði þjálfarinn í viðtali við Women's Health. „Svo augljóslega þurftum við að leggja áherslu á handleggina.“

De La Rue segir að Garner hafi æft sex daga í viku í einn til tvo tíma á dag til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Við unnum að því að lyfta þyngri lóðum, vanalega í kringum rúm sex kíló.“

Einnig gerðu þær æfingar með eigin þyngd og teygju en uppáhaldsæfing De La Rue fyrir Garner er einmitt gerð með teygju. Í myndbandinu hér að neðan sem þjálfarinn birti á Instagram má sjá hana framkvæma æfinguna.  

Jennifer Garner á Óskarsverðlaununum í mars.
Jennifer Garner á Óskarsverðlaununum í mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál