6 atriði sem koma í veg fyrir að þú léttist

Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie.
Dana James hefur hjálpað leikkonunni Margot Robbie. AFP

Næringarfræðingurinn Dana James segir að ekki sé hægt að treysta á að borða færri kaloríur en líkaminn brennir til þess að léttast. James sem hefur aðstoðað leikkonuna Margot Robbie og nokkrar Victoria's Secret-fyrirsætur segir að margir þættir verði að spila saman svo fólk léttist. 

James fór yfir þau atriði sem skipta máli í pistli á Mind Body Green en hún er nýbúin að gefa út bókina The Archetype Diet: Reclaim Your Self-Worth and Change the Shape of Your Body þar sem hún fer nánar út í þessu atriði. Matur, hreyfing og góð gen skipta ekki öllu máli í þessu samhengi. 

Hormón

Margir kenna skjaldkyrtilshormónum um þegar skyndileg þyngdaraukning verður. James segir hins vegar að önnur hormón hafi áhrif á þyngdina. Hún hvetur fólk til þess að vera meðvituð um insúlín, estrógen og hýdrókortisón. James segir að ef fitan safnist saman jafnt á líkamanum geti insúlín verið vandamál. Ef fitan safnast helst saman á rassi og lærum þá ræður estrógen ríkjum en ef fitan safnast saman á maganum þá er það hýdrókortisón. 

Svefn

Fólk á það til að vera svengra og borða meira þegar það sefur ekki nóg. James greinir frá rannsókn þar sem konur sem sváfu aðeins fjóra tíma í fjórar nætur í röð borðuðu 400 kaloríum meira en venjulega. Næringarfræðingurinn mælir með því að fólk sofi að minnsta kosti sjö tíma á nóttu. 

Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í …
Margot Robbie passar líklega upp á að þarmaflóran sé í góðu lagi. AFP

Þarmaflóran

Ójafnvægi í þarmaflórunni getur hægt á þyngdartapi. James bendir á að ef fólki líði eins og það sé alltaf þrútið sé líklegt að um ójafnvægi sé að ræða. Hún ráðleggur fólki á að byrja á taka inn góðgerla en svo sé einnig gott að vinna með næringarfræðingi. 

Bólgur

James segir að það sé ekki nóg að drekka smá túrmerik safa til þess að vinna bug á bólgum. Hún mælir með að fólk borði meira af grænmeti og hætti að borða skyndibita. Einnig mælir hún með því að fólk taki út glúten og mjólkurvörur í fjórar vikur en algengt er að fólk sé viðkvæmt fyrir slíkum matvörum. 

Lyf

Fólk ætti að vera meðvitað um að lyf, sérstaklega þunglyndislyf, geta haft áhrif á þyngdina. James mælir með að fólk tali við lækninn sinn ef það tekur eftir þyngdaraukningu eftir að það byrjaði á nýjum lyfjum.  

Bældar tilfinningar 

James finnst þetta síðasta atriði afar áhugavert í sambandi við þyngdaraukningu- og tap. „Er það eitthvað sem þú ert ekki að tjá?“ segist James byrja á því að spyrja þegar fólk segir henni frá skyndilegri þyngdaraukningu. Ef eitthvað kemur upp á hvetur James fólk til þess að tala um það í stað þess að kyngja því. Hún vill meina að ef tilfinningarnar eru fastar innra með fólki geti það komið í veg fyrir að fólk léttist og þyngdin standi því bara í stað. 

Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og …
Að birgja tilfinningarnar inni er slæmt fyrir bæði líkama og sál. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál