Segir hollt mataræði fela átröskun

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. AFP

Það þarf ekki að fletta lengi í gegnum samfélagsmiðla til þess að sjá fólk deila myndum af hollu mataræði sínu. Sjónvarskokkurinn frægi Nigella Lawson hefur sína skoðun á þessari ofurhollustu. 

„Mikið af því sem kallast hollt mataræði er til þess að hylma yfir átröskun,“ sagði Lawson við hóp háskólanema í Toront samkvæmt Independent og segir að fólk dæmi sjálft sig eftir því hvað það borðar og hvað ekki. Hún segir fólk orðið mjög öfgafullt þegar kemur að mataræði, miklar tískubylgjur er í gangi og talað á ruglingslegan hátt um megrunarkúra í dag. 

„Þið ættuð að borða eitthvað af öllu,“ sagði Lawson sem segir að það sem sé talið hollt fari eftir því hvað sé í tísku. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lawson gagnrýnir tískubylgjur í mataræði en árið 2015 gagnrýndi hún það sem kallast hreint mataræði. 

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál