Myndir af sætum dýrum minnka lystina á kjöti

Þetta lamb er rosa sætt.
Þetta lamb er rosa sætt. Pexels

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að konur sem skoða myndir af sætum dýrum borði minna kjöt og hafi minni lyst á því. Rannsóknin fór fram í háskólanum í Lancaster í Bretlandi þar sem þátttakendum voru sýndar myndir af kálfum, lömbum, grísum og kengúru-ungum og lyst þeirra á kjöti síðan könnuð. 

Bæði körlum og konum fannst dýrin sæt og fundu fyrir kærleik og væntumþykju í garð þeirra. Þessar tilfinningar höfðu þó mismunandi áhrif á karla og konur því að konur greindu frá mun minni lyst á kjöti en karlar eftir að hafa skoðað myndirnar. 

Rannsóknin var leidd af sálfræðingunum dr. Jared Piazza og dr. Neil McLatchie en hugmyndina fengu þeir frá dýraverndarsinnum. Dýraverndarsamtök nota oft myndir af dýrum í herferðum sínum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar hingað til á því hvort það hafi einhver áhrif. Þetta eru því góðar fréttir fyrir dýraverndarsinna. Ef þig langar að hætta borða kjöt, prófaðu að skoða myndir af sætum dýrum og sjáðu hvað gerist.

Myndir af sætum dýrum minnka löngun kvenna í kjöt.
Myndir af sætum dýrum minnka löngun kvenna í kjöt. mbl.is/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál