Vilja líta út eins og Snapchat filterar

Snapchat hefur ekki góð áhrif á sjálfsmyndina.
Snapchat hefur ekki góð áhrif á sjálfsmyndina. Pexels

Filterar í forritum á borð við Snapchat brengla sjálfsmyndina ekki aðeins í orðsins fyllstu merkingu heldur einnig í hugum okkar. Í nýrri grein benda lýtalæknar við Boston Medical Center á að útbreiðsla filtera á samfélagsmiðlum geti breytt hugmyndum okkar um fegurð. Áður en þessi forrit komu til sögunnar voru myndir á borð við þessar aðeins í tískutímaritum.

Í kjölfar þess að myndir sem breytt hefur verið með forritum eru orðnar að staðli hafa fegurðarstaðlar breyst og hugmyndir okkar um fegurð breyst. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmynd okkar og ýtt undir ranghugmyndir okkar um líkama okkar. 

Body dismorphic disorder (BDD) er röskun þar sem einstaklingur er haldinn ranghugmyndum um eigin líkama, en ekki er komið heiti yfir röskunina á íslensku. BDD er flokkað undir áráttu- og þráhyggjuraskanir.

Færst hefur í aukana að fólk komi til lýtalækna með sjálfsmyndir af sér þar sem filterum hefur verið bætt við myndirnar. Hér áður fyrr kom fólk frekar með myndir af frægu fólki sem það vill líkjast. Lýtalæknarnir á bak við greinina, segja að lýtaaðgerðir sem geri fólk líkara filterunum hafi ekki góð áhrif á BDD-röskunina, heldur geri illt verra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál