Fimm mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Ef markmiðið er að léttast er gott að vera með …
Ef markmiðið er að léttast er gott að vera með allt á hreinu þegar kemur að mataræðinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Gott er að hafa nokkur atriði í huga þar sem oft er matur sem lítur út fyrir að vera hollur stútfullur af kaloríum og óþverra eins og talið er upp á The Conversation

Öll salöt eru góð

Það er gott að borða mikið grænmeti hvort sem fólk er að hugsa um að léttast eða ekki. Oft er búið að hella miklu af sósu yfir salötin og geta þær kaloríur talið. Brauðteningarnir, beikonið og osturinn á sesarsalatinu telja líka. 

Heilsustykki í stað skyndibita

Það þýðir lítið að hætta í skyndibitanum ef fólk hámar í sig „heilsustykki“ eða prótínstykki. Þrátt fyrir að þessi stykki séu mögulega hollari en Snickers eru þau oft full af kaloríum og sykri. 

Náttúruleg sætuefni eru betri en sykur

Það er vinsælt að bæta hunangi eða agave-sírópi við mat í stað sykurs. Bent er á að með þessu sé fólk enn að bæta sykri við matinn sinn. Frekar er mælt með því að prófa að bæta ávöxtum við, þeir séu náttúrulega sætir og auk þess uppfullir af vítamínum. 

Allt ávaxtadót hlýtur að vera hollt

Þótt það séu bananar í bananabrauði þýðir það ekki að það sé hollt. Oftast er bananabrauð bara ein tegund af formköku með fullt af sykri. Ávaxtasafi er ekki bara ávaxtasafi, oft er hann fullur af sykri. Betra er að borða ávexti en drekka þá. 

Drykkir eru ekki með svo margar kaloríur

Gos og bjór eru ekki einu drykkirnir sem eru fullir af kaloríum. Rauðvín er til að mynda ekki kaloríusnautt. 

Salat er ekki það sama og salat.
Salat er ekki það sama og salat. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál