Segir ketó virka til lengri tíma litið

Jenna Jameson efast ekki um ágæti þess að vera á …
Jenna Jameson efast ekki um ágæti þess að vera á ketó. skjáskot/Instagram

Ketó er eitt vinsælasta megrunarmataræðið í dag og á meðan sumir elska það hafa ekki allir trú á því. Er mataræðið meðal annars gagnrýnt fyrir að bera ekki árangur til lengri tíma litið. Klámstjarnan Jenna Jameson gefur þeim fingurinn sem hafa ekki trú á mataræðinu. 

Segir Jameson að fjölmiðlar tali við marga sérfræðinga sem eru ekki sannfærðir um ketó-lífstílinn og sem reyni að koma því inn í kollinn á fólki að mataræðið sé ekki varanleg lausn. „En hér er ég, fólk, sjö mánuðir á ketó og lifi mínu besta lífi,“ skrifar Jameson sem vill greinilega meina að hún sé lifandi sönnun þess að ketó virki ekki bara í skemmri tíma. 

En virkar ketó bara til lengri tíma litið? Women's Health greinir frá því að margir haldi því fram að þetta sé ekki góður lífstíll til lengri tíma litið vegna þess að mataræðið sé strangt og erfitt að fylgja. Hins vegar er líka bent á nýja rannsókn, að fólk á lágkolvetnamataræði, eins og ketó er, eigi auðveldara með að viðhalda þyngd sinni eftir að hafa grennst. 

Júlía Magnús­dótt­ir heil­su­markþjálfi skrifaði pistil á Smartland á dögunum þar sem hún benti á að konur gætu átt erfiðara með að ná árangri á ketó-mataræðinu vegna hormónastarfsemi þeirra. 

View this post on Instagram

195 lbs vs. 120 lbs i would just like to make a few statements. When I was heavy, I was shamed by quite a few media organizations. Now that I’ve become well known for #keto ... a lot of media has gone out of their way to hire “so called doctors” to disprove the keto lifestyle and plant the seed that it isn’t sustainable. Well here I am folks, 7 months on keto and LIVING MY BEST LIFE. Here’s the moral of the story, DO WHAT WORKS FOR YOU. Don’t let others push their agendas on you. Trust your intuition and GO FOR IT! There is no time like the present to get healthy! #ketogenicdiet #ketotransformation #beforeandafter #beforeandafterweightloss #babyweight #weightlosstransformation #weightlossjourney #positivevibes #intermittentfasting #biohacking

A post shared by Jenna Jameson (@jennacantlose) on Nov 17, 2018 at 4:11pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál