Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn en …
Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn en líka að vakna snemma. mbl.is/Thinkstockphotos

Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex þegar vinnan hefst ekki fyrr en tveimur eða þremur tímum seinna. Hins vegar kemur fram í rannsókn sem Daily Mail greinir frá að fólk sem vaknar klukkan sex eða fyrr er 25 prósentum ólíklegra til að þróa með sér þunglyndi en þeir sem vaka lengi og sofa fram eftir. 

Sálfræðingur tekur undir niðurstöðuna og heldur því fram að það sé auðveldara en fólk heldur að venja sig á að vakna snemma. Mögulega á þetta ekki við á Íslandi í desember enda erfitt að mæta í vinnu með því að fara á fætur þegar sólin kemur upp eins og sálfræðingurinn bendir á. 

Þeir sem hafa góð á stjórn á svefnrútínu sinni verða ekki jafn þreyttir yfir daginn og hafa meiri tíma og orku til þess að framkvæma hluti sem styður við andlega líðan. Þeir sem vakna seint eru líka ólíklegri til þess að vera giftir, líklegri til að reykja og vera í óreglu með svefninn. 

Sálfræðingurinn tekur það fram að fólk eigi ekki að vakna snemma til þess að klára langan lista af húsverkum heldur til þess að hafa það notalegt. Það sé gott að slaka á yfir kaffibolla og lesa skemmtilegar fréttir, gera eitthvað sem snýst ekki um niðurstöðuna og að afreka eitthvað. 

Hvenær sem sólin segir okkur að vakna þá undirstrikar sálfræðingurinn mikilvægi þess að vakna hálftíma áður en það þyrfti að vakna. Þennan hálftíma er hægt að nota til þess að gera eitthvað skemmtilegt eins og að hreyfa sig, hugleiða eða bara drekka te. Þetta hjálpar fólki að komast í betra skap og setur tóninn fyrir daginn.  

Það er freistandi að slökkva á vekjaraklukkunni og sofa lengur.
Það er freistandi að slökkva á vekjaraklukkunni og sofa lengur. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál