5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

Ágætt er að geyma vigtina bara inni í skáp yfir …
Ágætt er að geyma vigtina bara inni í skáp yfir jól og áramót. mbl.is/Thinkstockphotos

Að öllum líkindum er fólk nú þegar búið að mæta í ótal jólahlaðborð, aðventuboð, jólaveislur með vinunum eða hvað það nú heitir þó að enn séu nokkrir dagar í sjálfan aðfangadag og tilheyrandi veislur milli jóla og nýárs. Sumir hafa áhyggjur af þyngdinni á þessum tíma enda fáir sem grennast yfir jólin. Það er þó óþarfi að vigta sig fyrir og eftir hvert jólaboð eins og hér eru færð rök fyrir þótt auðvitað sé allt gott í hófi og gott að drekka vatn á milli hangikjötssneiða og konfektáts.  

1. Þér líður bara verr með að stíga á vigtina þar sem allar líkur eru á því að fólk bæti aðeins á sig í desember. 

2. Þú nýtur ekki jólanna ef þú ert með samviskubit yfir því að fá þér oftar en einu sinni af jólaísnum eða borða aðeins of mikið af Nóa-konfektinu. 

3. Það eru allir á sama stað. Það koma fáir vel undan jólum svo þú ert líklega ekki eina manneskjan sem bætti á sig á tímabilinu 1. desember til 1. janúar. 

4. Fólk á það til að fá þráhyggju yfir tölunni á vigtinni og fer að vigta sig oftar og oftar. Skiljanlega er slíkt hegðunarmynstur ekki gott og fer að minna á átröskun. 

5. Vigtin segir ekki allt. Þó ekki sé verið að halda því fram að fólk grennist á jólunum þá hefur það lengi þótt slæm hugmynd að vigta sig og nota það sem einhvern mælikvarða á heilbrigði. 

Jólin eru tími til að borða.
Jólin eru tími til að borða. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál