Stjörnur sem hafa glímt við krabbamein

Þau hafa glímt við krabbamein.
Þau hafa glímt við krabbamein. Samsett mynd

Það slæma kemur því miður líka fyrir fína og fallega fólkið í Hollywood. Þessar stjörnur eiga það allar sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti greinst með krabbamein.

Sheryl Crow.
Sheryl Crow. mbl.is/AFP

Sheryl Crow

Kántrísöngkonan Sheryl Crow greindist með brjóstakrabbamein árið 2006, þá 44 ára gömul.

Marcia Cross.
Marcia Cross.

Marcia Cross

Desperate Housewives-stjarnan Marcia Cross glímdi um árabil við krabbamein í endaþarmi. Með því að deila sögu sinni vildi hún draga úr feimninni hvað varðar krabbamein í endaþarmi og hvetja fólk til að segja læknum sínum frá ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Larry King.
Larry King. skjáskot/Youtube

Larry King

Fjölmiðlamógúllinn Larry King greindist með lungnakrabbamein árið 2017. Hann fór í aðgerð það sama ár. 

Kylie Minogue.
Kylie Minogue. mbl.is/AFP

Kylie Minogue

Tónlistarkonan Kylie Minogue greindist með brjóstakrabbamein þegar hún var á tónleikaferðalagi árið 2005.

Leikarinn Michael C. Hall.
Leikarinn Michael C. Hall.

Michael C. Hall

Dexter-stjarnan Michael C. Hall greindist með Hodgkin-eitilfrumuæxli. Hann hélt sjúkdóminum leyndum á meðan tökum á Dexter stóð, en greindi svo frá veikindum sínum fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina 2010.

Rod Stewart.
Rod Stewart. mbl.is/AFP

Rod Stewart

Breski rokkarinn Rod Stewart greindist með krabbamein skjaldkirtli í hefðbundinni læknisheimsókn. Hann er nú á batavegi.

Sofia Vergara.
Sofia Vergara. mbl.is/AFP

Sofia Vergara

Það kom leikkonunni Sofiu Vergara í opna skjöldu þegar hún greindist með krabbamein í skjaldkirtli árið 2000. „Ég hef aldrei notað eiturlyf eða reykt. Og ég borða ekki rautt kjöt. Mér leið mjög heilbrigðri, og allt í einu segja þeir mér að ég sé með krabbamein?“ sagði leikkonan.

Jane Fonda.
Jane Fonda. mbl.is/AFP

Jane Fonda

Leikkonan Jane Fonda hefur glímt við og glímir enn við húðkrabbamein. Hún segist hafa verið mikill sólardýrkandi á sínum yngri árum og nú þarf hún reglulega að fara til læknis til að láta fjarlægja bletti.

Hugh Jackman greindist fyrst með húðkrabbamein árið 2013.
Hugh Jackman greindist fyrst með húðkrabbamein árið 2013. skjáskot/Twitter

Hugh Jackman

Leikarinn Hugh Jackman hefur einnig glímt við húðkrabbamein lengi. Hann þarf einnig að fara reglulega til læknis líkt ogFonda.

Ben Stiller.
Ben Stiller. mbl.is/AFP

Ben Stiller

Leikarinn Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2016. Hann sagði í viðtali í fyrra að hann væri á batavegi og sem betur fer hafi hann bara þurft að fara í aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál