Sjáðu hvaða áhrif svefn hefur á útlitið

Svefn getur haft mikil áhrif á útlitið.
Svefn getur haft mikil áhrif á útlitið. skjáskot/Youtube

Góður svefn hefur verið tengdur betri frammistöðu í íþróttum og almennri afkastagetu. Svefninn hefur líka áhrif á útlit okkar samanber orðatiltækið að fá sér fegurðarblund.

En er fegurðarblundur í rauninni til? Verðum við fallegri ef við sofum nóg?

Það eru meðal annars spurningarnar sem Greg og Mitch hjá AsapScience lögðu upp með þegar þeir ákváðu að prófa að vaka í 36 tíma. Þeir tóku myndir af sér á sex tíma frest í gegnum þessa 36 tíma og munurinn var vel sjáanlegur. 

„Vísindamenn vita ekki af hverju við lítum svona illa út þegar við sofum illa,“ segir Greg og útskýrir tvær vinsælar kenningar úr þróunarlíffræði. 

Fyrsta kenningin snýr að því að þegar þú ert búinn að sofa lítið er ónæmiskerfið veikara og þú líklegri til að lenda í slysum. Veikt ástand þitt endurspeglast því í útliti þínu sem lætur aðra vita að það eigi að halda sig frá þér. 

Hin kenningin er sú að þreyta orsaki svartsýni og minni hæfni til að sýna tilfinningar. 

Greg og Mitch vöknuðu klukkan 8 að morgni og áttu venjulegan dag. Þeir máttu ekki drekka koffín á þessum tíma og fyrstu 10 klukkutímanir gengu vel. Greg, sem er vanur að leggja sig, átti frekar erfitt eftir fyrstu tímana. 

Um klukkan fjögur síðdegis eða eftir 14 tíma fór Mitch að finna fyrir þreytu. „Þegar maður er að reyna að læra eitthvað eða muna eitthvað, er svæði í heilanum kallað dreki mjög virkt, það er að reyna að taka inn allar upplýsingarnar og vinna úr því. En þegar fólk skoðar myndir úr heilaskanna af fólki sem er svefnvana sést að það er eiginlega bara slökkt á drekanum,“ sagði Mitch. 

Þegar sólin byrjaði að rísa daginn eftir og þeir Greg og Mitch búnir að vaka í 24 tíma fundu þeir fyrir smá orkuskoti. Þeir fundu þó fyrir því í stuttan tíma og voru orðnir dauðþreyttir skömmu eftir að sólin kom upp. 

Eftir 36 tíma var munurinn sjáanlegur á þeim báðum. Andlit Greg var frekar bólgið en Mitch virtist mjög óhamingjur og gramur á svipinn. 

skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál