Svaf 16 tíma á sólarhring og fékk bakverki

Ellen DeGenerers sést hér með eiginkonu sinni, leikkonunni Portiu de …
Ellen DeGenerers sést hér með eiginkonu sinni, leikkonunni Portiu de Rossi. DeGeneres fékk kórónuveiruna í desember. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres greindist með kórónuveiruna í desember. Nú eru þættinir hennar að byrja aftur og DeGeneres orðin frísk. Hún fann ekki fyrir miklum einkennum en var þreytt og með slæma bakverki sem hún segir geta fylgt veirunni. 

„Ég var að gera mig tilbúna til að taka upp þáttinn og var í sminki. Þá kemur Craig aðstoðarmaður minn og segir mér að ég hafi verið fengið jákvætt kórónuveirupróf. Og allir í kringum mig hlupu í burtu,“ sagði DeGeneres um greininguna en hún veit ekki hvar hún greindist. 

DeGeneres fór heim og tók ekki upp þáttinn. Þegar hún kom heim fór hún í einangrun og svaf ekki uppi í hjá konunni sinni. „Fyrstu þrjá dagana svaf ég í 16 tíma og á fjórða degi vaknaði ég með krampa í bakinu. Verkurinn hélt bara áfram og læknirinn setti mig á verkjatöflur og vöðvaslakandi,“ sagði stjarnan, sem fékk að lokum stera þegar verkjatöflurnar virkuðu ekki. 

Spjallþáttastjórnandinn segist hafa heyrt það hjá bróður sínum að bakverkir væru meðal einkenna. Hún tók samt fram að fólk væri ekki endilega með kórónuveiruna ef það væri með bakverki. „Þetta er eina einkennið sem ég fékk,“ sagði DeGeneres. „Ég fékk ekki höfuðverk, ég fékk ekki hita, ég missti ekki bragðskynið.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá DeGeneres segja frá veikindunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál