Þetta gerir Linda Pé til að borða ekki óhollustu

Linda Pétursdóttir lífsþjálfi hjálpar fólki að koma lag á matarræði …
Linda Pétursdóttir lífsþjálfi hjálpar fólki að koma lag á matarræði sitt. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pétursdóttur er að slá í gegn um þessar mundir og fór þriðji þátturinn hennar í loftið í dag. Þátturinn „Planið“ fjallar um mikilvægi þess að ákveða matartíma og hvað skal borða fyrir fram og leggur hún áherslu á að ef fólk vill borða eitthvað annað en það ákveður sé gott að muna að matur lagar ekki tilfinningar. Nema síður sé. 

„Planið er þín eigin áætlun, þitt eigið matarplan. Þú vilt plana máltíðir, matartegundir, fjölda og magn máltíða. Ég ætla að kenna þér hvernig á að taka ákvarðanir fyrir fram með því að nota framheilann. Þú gerir það með því að taka ákvarðanir fram í tímann með því að útbúa fyrirframákveðið matarplan. Einnig ákveður þú hvaða niðurstöður þú ætlar þér, þar eð hvert  markmiðið er. Það þarf að vera skriflegt og mælanlegt.

Þú ákveður núna hvað þú ætlar að borða á morgun og þú gerir það með mildi og að vel ígrunduðu máli; með vellíðan og velferð þína í fyrirrúmi.

Ef það hellist yfir þig löngun eða þráhyggja í eitthvað sem er ekki innan rammans sem þú hefur sett þér veistu hvernig þú átt að tækla það. Þú leyfir þér að upplifa löngunina án þess að bregðast við henni. Þú ert meðvituð um hugsanir þínar og að þú þarft ekki að bregðast við þeim,“ segir Linda í hlaðvarpsþættinum. 

Linda er á því að allir geti þetta og framheilinn sé lykilatriðið í þessu samhengi. 

„Þetta er besta leiðin sem ég kann til að nýta framheilann, þann hluta heilans sem gerir okkur mennsk. Þann hluta af þér sem kann að hugsa um það sem þú ert að hugsa um og er fær um að þróa aga með endurtekningum. Framheilinn kann vel að búa til rútínu.

Það er ákaflega erfitt að nota viljastyrkinn til að taka ákvarðanir á svona augnablikum en það er hins vegar mun auðveldara að taka ákvarðanir fyrir fram og skipuleggja yfirvegað hvað þú ætlar að borða.“

Hún segir mat ekki laga líðan og mikilvægt sé að borða þegar einstaklingur er svangur og að hætta að borða þegar hann er orðinn saddur. 

„Hafðu planið raunhæft en ekki út frá óskhyggju. Þá ferðu eftir því.“

Þáttinn má nálgast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál