Svona verða karlmenn betri í rúminu

Pamela Anderson segist vita sitthvað um kynlíf og er nú …
Pamela Anderson segist vita sitthvað um kynlíf og er nú með lausn fyrir karla að verða betri í rúminu. mbl.is/skjáskot Instagram

Leikkonan Pamela Anderson segir fólk sem borðar veganmat betra í rúminu en aðra. Þetta ræddi hún nýverið í þættinum Good Morning Britain og átti Piers Morgan varla orð yfir öll heilræðin sem hún var með fyrir karlmenn í rúminu þessu tengt eins og fram kemur á vef Daily Mail

„Fólk sem er vegan er betri elskhugar. Kólesteról í kjöti, eggjum og mjólkurvörum gerir æðarnar harðar en hjálpar ekki til við aðra stinningu. Þú getur bætt heilsuna og aukið þolið í svefnherberginu með því að borða veganmat. Heilbrigður líkami er kynþokkafullur líkami. Að borða kjöt er ekki hollt og hefur verið sett í samband við hjartasjúkdóma, sykursýki, hjartaáföll og offitu sem eru aðalorsakir risvandamála. Að vera vegan getur hjálpað körlum á öllum aldri að vera betri í rúminu og minnkar jafnframt líkurnar á krabbameini í eistum. Það þarf enginn að borða kjöt, þar sem við fáum allt sem við þurfum úr hollum veganmat,“ segir hún í nýlegri færslu á instagram. 

Anderson er mikill dýravinur og á bágt með að horfa upp á það dýraníð sem hún segir viðgangast í matvælaframleiðslu. 

„Milljarðar dýra sem er slátrað árlega í Bandaríkjunum eru aldir á skítugum býlum þar sem þeir eru látnir hírast í þröngum básum, beittir ofbeldi og síðan leiddir til slátrunar þar sem þeir drepast á sársaukafullan hátt.“ 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál