„Bólusetning mikilvægari en að líta vel út“

Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum segir að bólusetning gegn kórónuveirunni …
Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum segir að bólusetning gegn kórónuveirunni geti valdið bólgum í kringum svæði í andliti sem eru með fyllingarefni. mbl.is/Colourbox

Bandaríkjamenn sem eru duglegir að fara til lýtalæknis eru farnir að óttast áhrif bólusetningar gegn kórónuveirunni á fyllingarnar í andlitinu ef marka má nýlega grein á vef ELLE. Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum varar við þessum einkennum líka. 

Tveir einstaklingar, konur, með fyllingar í andliti hafa fundið fyrir miklum bólgum í kjölfar þess að hafa verið bólusettar gegn veirunni. Þær hafa ekki veikst illa, en svæðið í kringum fyllingarnar virðist bólgna upp. 

Í báðum tilfellum fengu þær fyllingar áður en þær voru bólusettar, önnur fékk fyllingu í andlitið sex mánuðum fyrir sprautuna og hin tveimur vikum áður. Dr. Samuel Lin lýtalæknir sem starfar fyrir Harvard Medical School segir ELLE að báðar konurnar hafi fengið aðstoð og væru orðnar góðar. 

„Það þurfti ekki að leggja þær inn og viðbrögðin við bólusetningunni voru ekki lífshættuleg. Þær fengu stera og ofnæmislyf og urðu góðar í kjölfarið,“ segir Lin í viðtalinu. 

Hann segir mikilvægt að fólk hörfi ekki frá því að láta bólusetja sig þrátt fyrir að vera með fyllingar í andliti. Enda sé bólusetningin mikilvægari en að líta vel út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál