Eyddi of mörgum árum í megrun

Chrissy Teigen er hætt að telja kaloríur.
Chrissy Teigen er hætt að telja kaloríur. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen er hætt að eyða tíma sínum í að vera í megrun. Hún segist hafa eytt allt of miklum tíma í að hugsa um hvað hún mætti og mætti ekki borða. Henni byrjaði að líða betur þegar hún hætti að pæla í megrunaraðferðum. 

„Ég henti því öllu út um gluggann,“ sagði Teigen um megrunarleiðir í viðtali við People. Í dag segir hún það skipta sig meira máli að njóta lífsins. „Ég borða mat þegar mig langar í hann. Ef ég geri það ekki verð ég alveg klikkuð. Ég set eiginlega hug framar en líkama, huga og skap framar en líkama. Ef maturinn gleður mig og lætur mér líða vel þá fæ ég mér hann.“

Teigen segir það hafa hjálpað henni andlega að hætta hugsa um megrunaraðferðir. „Ég eyddi allt of mörgum árum í að telja kaloríur, í að skipuleggja allt of margar æfingar og að reyna að komast að því hvað vellíðan þýddi fyrir mig. Ég reyndi að finna út úr því svo lengi.“

Í dag eykur hún vellíðan sína með því að leika við börnin sín sem eru fjögurra og tveggja ára. Auk gæðastunda með börnunum sínum reynir hún að hugleiða. Hún stundar einnig jóga og pilates. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn John Legend, er allt öðruvísi en hún. „Hann er maðurinn sem getur farið í ræktina klukkan sex eða sjö á morgnana, á hverjum degi, sama hvað, en nei, ég reyni að skemmta mér.“

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál