Markmiðið er alltaf að fólk lifi

Svala Jóhannesdóttir var verkefnisstýra Frú Ragnheiðar sem er skaðaminnkandi verkefni …
Svala Jóhannesdóttir var verkefnisstýra Frú Ragnheiðar sem er skaðaminnkandi verkefni fyrir fíkla og fólk á götunni. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Svala Jóhannesar-Ragnheiðardóttir er gestur í hlaðvarpinu Það er von. Í hlaðvarpsþættinum segir Svala frá lífinu sínu og starfi en hún er sérfræðingur í skaðaminnkun. Hún hefur gert margt í gegnum tíðina en um tíma stýrði hún Frú Ragnheiðarverkefninu ásamt því að vinna í Konukoti. 

Svala segir frá því í viðtalinu að hún hafi verið mjög heppin þegar hún kynntist pabba sínum raunverulega. Hún var þá um sex ára gömul og um svipað leyti varð pabbi hennar edrú. Hann hefur verið edrú í um 30 ár og segir Svala að hann eigi í raun tvo afmælisdaga. 

„Pabbi minn er búinn að vera edrú í 30 ár. Ég hitti pabba minn fyrir alvöru sex sjö ára og þegar hann varð edrú. Hann var í takmarkinu. Mér fannst svo ótrúlega gaman að taka strætó til Reykjavíkur og hitta hann því ég var bara lítil stelpa úr Keflavík,“ segir Svala í viðtalinu. 

Takmarkið var áfangaheimili sem faðir hennar bjó á en síðar flutti hann til Akureyrar þar sem hann sá síðar um áfangaheimili. Hún áttaði sig ung á því að það fengu ekki allir sömu tækifærin í lífinu og vísaði til þess að á Reykjanesinu, þar sem hún bjó, var hátt hlutfall fólks sem átti við erfiðleika að stríða. Hún segir að þessi lífsreynsla hafi mótað hana og seinna áttaði hún sig á því að það væri kannski út af þessu sem hún valdi sér starfið sem hún hefur unnið á fullorðinsárum.  

Í hverju felst skaðaminnkun?

„Í grunninn er skaðaminnkun hugmyndafræði, og í raun gagnreynd nálgun í vinnu með fólki sem glímir við virkan vímuefnavanda. Þegar við segjum gagnreynd þá þýðir það að búið er að rannsaka og sýna að það beri árangur. Í rauninni snýst þetta um það að þú tekur áhættuhegðun eins og vímuefnavanda og reynir að lágmarka þá skaðsemi sem hún hefur á líf einstaklingsins, nærumhverfið og samfélagið. Fyrsta markmið skaðaminnkunar er að aðstoða alltaf fólk við að halda líf,“ segir Svala. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál