Ásmundur Einar ætlar að komast í form

Ásmundur Einar Daðason er byrjaður í einkaþjálfun hjá Ara Braga …
Ásmundur Einar Daðason er byrjaður í einkaþjálfun hjá Ara Braga Kárasyni. Ljósmynd/Facebook

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hóf einkaþjálfun hjá spretthlauparanum Ara Braga Kárasyni í gærmorgun. Í viðtali við Smartland segir Ásmundur að markmiðið sé að stöðva línulegan vöxt síðustu ára en hann segist hafa bætt á sig um 1,5-2 kílóum á ári síðustu ár. 

Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Ásmundar var hann rétt að ná að jafna sig eftir æfinguna.

„Það er náttúrlega bara þannig að þegar menn sem eru að nálgast það að verða miðaldra hvítir karlmenn eru búnir að bæta á sig 1,5 til 2 kílóum á hverju ári undanfarin ár og maður sér fram á að línan sé bara stöðug, þá verður maður á einhverjum tímapunkti að segja nei og bregðast við,“ segir Ásmundur. 

„Ég hef eiginlega engann tíma, þannig að besti maðurinn til að taka á þessu er Íslandsmeistarinn í spretthlaupi, hann er svo snöggur,“ segir Ásmundur. Hann hóf þjálfun hjá Ara Braga í byrjun árs en þeir tóku sér pásu frá æfingum á meðan líkamsræktarstöðvar voru lokaðar. 

Ásmundur segir að hann hafi svosem ekki grátið lokun líkamsræktarstöðva því þá var hann innan síns þægindaramma. Í dag var hins vegar komið að því að fara aftur út fyrir þægindarammann og tók Ásmundur vel á því í morgun með Ara.

„Ég hefði aldrei talað við hann ef ég hefði vitað að hann væri svona djöfull grimmur. Það er bara tempó á æfingum. Svo kvíðir maður bara fyrir morgundeginum,“ segir Ásmundur. Blaðamaður spyr hvort hann eigi við að harðsperrurnar verði miklar á morgun. „Já, þá segir Ari að það sé bara líkaminn að losa sig við aumingjaskap.“

Markmið Ásmundar er fyrst og fremst að sporna við þessum línulega vexti sem hefur átt sér stað undanfarin ár hjá honum. „Er ekki Þórólfur alltaf að tala um að fletja kúrfuna? Ég hefði bara áhuga á að línan mín yrði meira lárétt en lóðrétt,“ segir Ásmundur.

„Ég tek hann nú ekki ennþá í 100 metra hlaupi. Eigum við ekki að segja að markmiðið sé að ég nái að hlaupa 100 metrana á þreföldum tíma hans?“

Ari hleypur 100 metrana á rétt rúmum 10 sekúndum og því Ásmundur kominn með verðugt markmið.

Ásmundur Einar Daðason stefnir að því að hlaupa 100 metrana …
Ásmundur Einar Daðason stefnir að því að hlaupa 100 metrana á þreföldum tíma Ara Braga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál