„Sjúkdómar eiga ekki að skilgreina okkur“

Það er enginn undirbúinn undir það að ástvinur veikist af krabbameini og stundum verða aðstandendur óvissir um hvernig er best að vera til staðar fyrir þann sem er veikur. 

„Það er ótrúlega merkilegt fyrir okkur sem sinnum krabbameinssjúklingum að sjá hvernig umhverfið breytist. Hvernig sjúklingarnir okkar segja frá því að fólk lækkar róminn, fer að hvísla og fer að tala öðruvísi vegna þess að viðkomandi greindist með krabbamein. Ég held að eitt af því góða sem Krabbameinsfélagið hefur gert er að opna á þessa umræðu að þetta er alvarlegur sjúkdómur - en þetta er sjúkdómur. Manneskjan er alltaf bara sama manneskjan, en er reyndar með krabbamein,“ segir Sigurður Yngi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands.  

Krabbameinsfélaginu er hjartans mál að styðja frumkvöðlastarf sem getur bjargað mannslífum. Sigurður er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. 

Hann hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans og Krabbameinsfélagsins. Þar er skimað fyrir forstigum mergæxlis, sem er í dag ólæknandi sjúkdómur. Rannsóknin er einstök á heimsvísu og þá ekki síst vegna þátttöku almennings sem hefur farið fram úr björtustu vonum. Blóðskimun til bjargar á sér samastað hjá Krabbameinsfélaginu, sem hefur einnig lagt til ríflega styrki til rannsóknarinnar. Allt þetta hefur verið mögulegt með frjálsum framlögum, stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum til Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið ætlar að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins.

Smartland hvetur fólk að fylgjast með átakinu á Instagram og Facebook - myllumerkið er #70andlit

Sigurður Yngi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands …
Sigurður Yngi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands minnir á að fólk er ekki sjúkdómurinn sem það gengur með. Ljósmynd og myndband/ Egill & Jakob
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál