Mikilvægt að líða vel í kjörþyngd

Linda segir andlega heilsu skipta miklu máli.
Linda segir andlega heilsu skipta miklu máli. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór 21. þátt­ur­inn henn­ar í loftið nýverið. Í þættinum er hægt að skyggnast á bakvið tjöldin og hlusta á lífsþjálfun í beinni þar sem Linda þjálfar konu sem er að berjast við hugsanir sínar. Árangur og ótti er þema þáttarins og kemur í ljós hversu miklu máli skiptir að fá lánaða dómgreind í baráttunni við kílóin. 

„Upplifunin er að ég næ markmiði mínu um að léttast um 6 kíló en næ ekki að njóta. Heldur fer ég fljótt í sjálfsniðurrif. Ég var hrædd um að fara aftur í gamla farið og var jafnvel ekki viss um hvort ég ætti þennan árangur skilinn,“ segir skjólstæðingur Lindu. 

Linda er á því að þegar fólk vill losa sig við aukakíló þá sé það að sækjast í ákveðna tilfinningu.

„Það er ekki talan á vigtinni sem þú sækist eftir. Ef ég byði þér töluna þína - þá sem þú stefnir að - ásamt daglegri vanlíðan og lélegri sjálfsmynd, væri það eitthvað sem fáir hefðu áhuga á.

Það sem skiptir máli er að vinna í andlegri- og tilfinningalegri heilsu. Það sem við gerum á leiðinni að markmiðinu er það sem skiptir máli. Það að vinna í hugsunum okkar og tilfinningum og vinna í samtalinu sem við eigum við okkur sjálfar.

Það mikilvægasta er að styrkja sjálfsmynd okkar því fyrst þá mun okkur líða betur og þannig náum við þyngdarmarkmiðinu okkar. Í raun skiptir ekki máli hvert markmiðið er. Við verðum að kunna að njóta okkur þar til lengri tíma. Því ef þú verður ekki ánægð þegar þú ert komin þangað þá ferðu fljótlega aftur í sjálfsniðurrif og bætir öllu á þig aftur og jafnvel gott betur. Það er nákvæmlega þetta sem hefur gerst í öllum megrunarkúrunum sem við höfum farið í,“ segir Linda. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál