Víðir Reynis missti tvo æskufélaga úr krabbameini

Hinn hógværi og hægláti Víðir Reynisson hefur uppskorið mikla og verðskuldaða virðingu íslensku þjóðarinnar. Hann hefur verið til þjónustu reiðubúinn í gegnum þykkt og þunnt á tímum heimsfaraldurs og staðið sig framúrskarandi vel. Krabbamein hefur komið við sögu í lífi Víðis, rétt eins og hjá langflestum ef ekki öllum Íslendingum.

Víðir er fæddur í Vestmannaeyjum en fluttist upp á land 11 ára að aldri. Hann segir frá því að þar átti hann fimm æskufélaga sem héldu saman fram á fullorðinsár. Tveir þeirra eru fallnir frá, þar af einn aðeins 28 ára. Þeir létust vegna krabbameina. Móðir Víðis greindist einnig með krabbamein, fór í gegnum meðferð og sigraðist á sjúkdómnum.

„Það hefur loðað við lögregluna og fleiri stéttir sem eru svona mjög karllægar að það er svona sama hvað gengur á þá harki menn dálítið af sér bara og það er svona eldri sagan okkar held ég í þessu,“ segir Víðir og að bæti við að sem betur fer geti fólk talað meira um hlutina í dag og að það sé ekki jafn mikið feimnismál. 

Víðir minnir okkur á að staðan er mun betri núna gagnvart krabbameinum en fyrir 70 árum, 50 árum, já og jafnvel 20 árum. En það er með tilveru félaga eins og Krabbameinsfélagsins sem stöðugar framfarir verða í að kljást við þennan vágest. Að takast á við hann er langhlaup – og eins og við höfum svo oft heyrt áður og Víðir segir svo réttilega: „Við getum þetta saman.“

Víðir Reynisson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál