Smakkar bestu kampavínin í krabbameinsmeðferð

Anna María Guðmundsdóttir er að kynna sér góð kampavín samhliða …
Anna María Guðmundsdóttir er að kynna sér góð kampavín samhliða krabbameinsmeðferð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna María Guðmunds­dótt­ir greind­ist með fjórða stigs krabba­mein í ristli í lok mars. Hún ákvað strax að tak­ast á við veik­ind­in með já­kvæðni að vopni. Eitt af því sem hún ger­ir er að smakka kampa­vín frá bestu kampa­víns­hús­um í heimi með vin­um og fjöl­skyldu.

Anna María sem verður 53 ára á ár­inu lif­ir heil­brigðu lífi og hafði verið hepp­in með heilsu­far þangað til að hún greind­ist með krabba­meinið. Kerfið tók strax vel við henni. Hún fór fljót­lega eft­ir grein­ingu í geislameðferð og er ný­byrjuð í 18 vikna lyfjameðferð sem lýk­ur með skurðaðgerð.

„Það sem er skemmti­legt að ég er að prófa allskon­ar kampa­vín. Það birt­ist listi í ViðskiptaMogg­an­um yfir 20 ást­sæl­ustu kampa­víns­hús­in og ég er að kynna mér þenn­an lista,“ seg­ir Anna María sem smakk­ar nýtt gæðavín samhliða meðferðinni.

Mög gæðavín eru á listanum sem Anna María fann í …
Mög gæðavín eru á listanum sem Anna María fann í ViðskiptaMogganum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tala um eitt­hvað annað en veik­ind­in

Hvernig er að fá svona frétt­ir?

„Það var mikið sjokk. Ég hélt að ég væri með bólg­ur í ristl­in­um. Ég var búin að finna fyr­ir ein­kenn­um og hafði ekki farið í ristil­skoðun þannig að heim­il­is­lækn­ir­inn minn sendi mig í ristil­spegl­un. En um leið og ég er búin í ristil­spegl­un­inni þá er ég beðin um að ná í aðstand­enda og hitta lækni. Þá vissi ég að það væri meira en ein­hverj­ar bólg­ur. Það var því­líkt sjokk af því ég hafði aldrei nokk­urn tím­ann veikst. Bara farið inn á spít­ala til að eiga börn.“

Anna María var með minn­is­bók til þess að skrifa niður alla tím­ana sína en fannst hún þurfa að hafa eitt­hvað skemmti­legt fremst og mundi þá eft­ir kampa­vínslist­an­um í ViðskiptaMogg­an­um.

„Ég var al­veg kampa­víns­kona áður en mark­miðið var að verða ágæt­is nörd eft­ir þetta. Til­gang­ur­inn er að smakka vín frá þess­um kampa­víns­hús­um með ákveðnu fólki. Ég reyni að skipu­leggja með hverj­um þannig að ég missi ekki af nein­um hópi eða fjöl­skyldumeðlim­um.“

Anna María bauð saumaklúbbnum upp á bleikt kampavín á dögunum.
Anna María bauð saumaklúbbnum upp á bleikt kampavín á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna María nýt­ur þess að verja tíma með fólk­inu sínu þegar kampa­vín­s­teg­und­irn­ar eru smakkaðar og ekki síst tala um eitt­hvað annað en veik­ind­in. Í víns­mökk­un­inni er til dæm­is talað um kampa­víns­hús­in, teg­und­ina, þrúg­urn­ar og þar fram eft­ir göt­un­um.

Drakk freyðivín á Spáni sem ung­ling­ur

„Ég hef alltaf verið kampa­víns­kona. Það er kannski vegna að sem krakki og ung­ling­ur var ég svo­lítið á Spáni, mamma mín var frá Spáni. Í þorp­inu henn­ar Camporrélls var Cava ódýr­asta vínið sem við gát­um keypt sem er nátt­úru­lega bara spænsk teg­und af freyðivín­i,“ seg­ir Anna María en ung­ling­arn­ir á Spáni bjuggu til pýra­mída úr kampa­víns­glös­um og létu vínið flæða niður. „Ég hef alltaf verið fyr­ir freyðivín af því það var það sem maður lærði sem ung­ling­ur á Spáni.

Tapparnir eru til minningar um kampavínsboðin.
Tapparnir eru til minningar um kampavínsboðin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tutt­ugu kampa­víns­hús eru á list­an­um sem Anna María er að kynna sér. „Þegar ég opna kampa­vín frá nýju húsi í þessu til­efni þá skrifa ég dag­setn­ing­una á tapp­ann og ég geymi nokkra tappa.“ Þegar sauma­klúbbur­inn kom til henn­ar um dag­inn valdi hún bleikt kampa­vín og geym­ir svo tapp­ann. „Við feng­um meira að segja Stefán Ein­ar til að koma og opna með sveðju. Ég gerði tvær mis­heppnaðar til­raun­ir en svo kláraði hann þetta. Þetta var mjög skemmti­legt.“

Ákvað strax að vera já­kvæð

Fljót­lega eft­ir að Anna María greind­ist með krabba­meinið skráði hún sig í Ljósið og fór í nýliða fræðslu. Hún tók strax þá ákvörðun um að tak­ast á við já­kvæðnina með já­kvæðnina að vopni.„Ég á eina vin­konu sem tók sam­bæri­lega ákvörðun þegar hún var greind með MS sem er líftíðar­sjúk­dóm­ur. Ég tók bara ákvörðun fljót­lega að ég ætlaði bara að taka þetta á já­kvæðninni.“

Anna María seg­ir þetta vera ákveðið Pol­lýönnu­hug­ar­far en seg­ir að hún hafi komið sér upp verk­fær­um og skipu­lagi þannig að hún gæti verið trú sjálfri sér. „Ég geri það svo­lítið með þessu kampa­víni. Þá er ég alltaf að skipu­leggja reglu­lega hitt­inga með vin­um og fjöl­skyldu á mín­um for­send­um. Þeir eru heima hjá mér af því þetta er í ristl­in­um. Þannig ég þarf reglu­lega að vera mjög ná­lægt sal­erni. Ég hugsaði að ég gæti verið með gott uppistand um svo­leiðis brand­ara en ákvað að fara í kampa­vínið frek­ar,“ seg­ir Anna María sem fer einnig reglu­lega út að ganga og eld­ar góðan mat til þess að kæta og bæta.

Anna María býður fjölskyldu og vinum í kampavínsboð en hún …
Anna María býður fjölskyldu og vinum í kampavínsboð en hún greindist með krabbamein í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál