Borðaði kálsúpu til að léttast um 10 kíó

Linda Pétursdóttir getur ekki mælt með því að fólk borði …
Linda Pétursdóttir getur ekki mælt með því að fólk borði kálsúpu í öll mál til að grenna sig. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór tutt­ug­asti og annar þátt­ur þess í loftið í vikunni. Í þættinum segir Linda frá fyrsta megrunarkúrnum og ástríðu sinni fyrir því að auka lífsgæði kvenna.

„Þegar ég fyrir hálfgerða tilviljun datt inn í „bjútí“ bransann var ég 18 ára stelpa frá Vopnafirði á leið í Ungfrú Ísland. Ég var með tíu aukakíló sem ég hafði nælt mér í á McDonalds í Minnesota þar sem ég var skiptinemi í eitt ár. Þá var strax sett á mig pressa að grenna mig. Tíu kíló skyldu fjúka á nokkrum vikum. Hvernig átti ég að fara að því? Jú með því að borða Kálsúpu í öll mál!

Kílóin fuku tímabundið en ég kúgaðist allan tímann og mátti ekki finna lyktina af soðnu káli í sjálfsagt ein fimmtán ár á eftir.

Allt eru þetta skyndilausnir sem koma utan frá þegar einhver annar segir þér hvað þú átt nákvæmlega að borða. Það virkar kannski á meðan þú ferð eftir því en er ekki plan sem hægt er að lifa með til langs tíma. Þá kemur bömmerinn. Allt fer í sama farið og jafnvel verra og hvernig líður manni þá? Hugurinn fer á fullt að segja þér að þú sért nú frekar misheppnuð.  Eigir bágt. Þú munir aldrei ná að losa þig við þessi aukakíló. Að megrun sé einfaldlega ekki fyrir þig. Sjálftraustið fer gjarnan hratt niður á við.

Ef við skoðum hvernig við mannfólkið erum samansett þá komumst við að því að við stjórnumst af framheila og frumheila. Í framheilanum tökum við ákvarðanir fram í tímann og getum hugsað um hugsanir okkar. Hinsvegar í frumheilanum svörum við frumstæðum hvötum og viljum fá umbun strax!

Hvernig getum við nýtt okkur þessa vitneskju? Við getum meðvitað sett framheilann við stjórnvölinn til að taka góðar ákvarðanir varðandi mataræði og skipuleggja okkur fram í tímann.

Við getum forðast að frumheilinn með sýnar frumstæðu hvatir og hugsanavillur fái að ráða- og stjórna lífi okkar. Frumheilinn er auðvitað ekki að fara að gufa upp en við búum til samtal þeirra á milli,“ segir Linda. 

Hún tekur dæmi um þegar löngun í súkkulaðiköku kemur upp. 

„Frumheilinn segir: Já það er frábær hugmynd. Ég ætla að fá mér stóra sneið með rjóma núna. Framheilinn segir:Bíddu fyrirgefðu þetta var ekki á planinu.“

Planið er ein af grunnreglunum fjórum og sú aðferðafræði sem Linda kennir eins og heyra má í hlaðvarpinu. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál