Þetta gerir Linda til að fá góðan svefn

Linda er með góð ráð fyrir þá sem vilja sofa …
Linda er með góð ráð fyrir þá sem vilja sofa betur. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór tutt­ug­asti og þriðji  þátt­ur þess í loftið í vik­unni. Í þætt­in­um talar Linda um mikilvægi góðra svefnvenja. 

„Svefn er ein af grunnreglunum fjórum. Nægur svefn er lykillinn að góðu útliti og vellíðan og skiptir gríðarlega miklu máli til að stuðla að góðri heilsu að viðbættu hollu matarræði og reglulegri hreyfingu. Langvarandi svefnskortur hefur áhrif á náttúrulegar sveiflur líkamans og rænir hann þeim tíma sem hann þarfnast til endurnýjunar. Til að fá góðan svefn skiptir öruggt og rólegt umhverfi meginmáli.“

Það besta sem hægt er að gera er að fara á sama tíma í rúmið á hverju kvöldi að mati Lindu. Einnig um helgar. 

„Stöðugleiki og regla minnir heilann á hvenær hann á að framleiða svefn og vökuboðefni, en það hefur áhrif á alla aðra hormónastarfsemi og alhliða áhrif á heilsuna.

Margt fólk þjáist af svefnleysi og flestir gera sér ekki endilega grein fyrir því. Svefn er mikilvægur þáttur í heilbrigðu og hamingjuríku lífi. Við könnumst flest við það hvað við erum með stuttan þráð þegar við höfum ekki sofið nóg. Við verðum pirruð og höfum minni einbeitingu. En vissuð þið að fólk sem sefur of lítið á erfiðara með að léttast? Það vissi ég ekki fyrr en ég fór að kynna mér áhrif svefns. 

Ég hef kynnt mér aðferðir til að öðlast gæðasvefn og deili hér með ykkur nokkrum ráðum sem ég veit að muni gera fólki gott.“

Nokkur góð svefnráð

  • Það er gott að taka því rólega í tvo tíma fyrir svefn. Þannig leyfir maður heilastarfseminni að aðlagast friðsæld og ró. Þess vegna er best að forðast örvandi efni á borð við koffín. En það er einnig mikilvægt að taka því rólega í netnotkun, lestri á fjölmiðlum og annarri afþreyingu og slökkva á tölvunni.
  • Heitt bað hefur undraverð áhrif. Ég bæti gjarnan nokkrum dropum af lavender olíu og epsomsalti í baðvatnið. Lavender ilmkjarnaolía hefur róandi áhrif á bæði líkama og huga og epsomsalt hefur öldum saman verið notað vegna þess hversu mikið magnesíum það inniheldur. Á meðan þú ert í baðinu skaltu einbeita þér að önduninni. Hvernig er flæðið þegar þú andar inn og út? Hvernig er hrynjandinn? Með því að fylgjast markvisst með önduninni róarðu hugann og heilastarfsemina.
  • Magnesíum er gott fyrir svefninn. Ég get varla lýst því hversu mikið það hefur gert fyrir svefninn minn. Það er óhætt að segja að það hafi gert kraftaverk. Magnesíum hjálpar mjög mikið við að slaka á og dregur einnig úr streituviðbrögðum. Þessi orka hjálpar í raun líkamanum að fara yfir í friðsælt ástand.

Farið verður dýpra í þessi ráð í þættinum. Ef þú fylgir þessum einföldu skrefum ættirðu að geta öðlast friðsælan svefn að mati Lindu. 

„Svefngæði eru nauðsynleg svo manni líði vel. Þau munu veita þér meiri orku, hjálpa þér að léttast, bæta einbeitingu og hafa yfir höfuð jákvæð áhrif á öll svið lífs þíns,“ segir Linda. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál