5 ástæður af hverju karlmenn ættu að gráta meira

Grátur lengir lífið
Grátur lengir lífið Ljósmynd/Amin Moshrefi

Á níunda áratug síðustu aldar söng Helgi Björnsson um feður sem gætu ekki grátið og skömmuðu drengina sína ef þeir dyttu og meiddu sig. Menn áttu ekki að gráta, hvað þá pabbar. Það var merki um dugleysi og aumingjaskap. 

„Hættu þessu væli og láttu ekki eins og stelpa,“ var algengt orðatiltæki hjá feðrum, kennurum og íþróttaþjálfurum og þekkist enn þann dag í dag. Hér eru fimm ástæður af hverju karlmenn þurfa að ranka við sér og sýna drengjunum okkar að það er allt í lagi að gráta og vera auðmjúkur og tilfinninganæmur.

1. Grátur getur losað um álag

Í okkar daglega amstri erum við undir alls konar álagi. Að gráta og eiga tilfinningaríkar samræður geta losað stress og aukið einbeitingu. 

2. Grátur dregur úr mikilli heift og reiði

Reiði stafar oft af miklu innra ójafnvægi og gremju. Reiðin bitnar oftast á þeim sem standa okkur næst. Til að koma í veg fyrir að byrgja inni reiðina er nauðsynlegt að tjá sig og fella nokkur tár ef því er að skipta.

3. Grátur sýnir auðmýkt

Margir karlmenn setja upp grímu til að virðast meiri „karlmenn“ en aðrir. Þeir gera það vegna þess að þetta hefur samfélagið kennt þeim að gera. Allt þar til nú. Hættu að reyna að vera karlmaður, inn með kassann, vertu næmur á nærumhverfið og sýndu auðmýkt.

4. Grátur tengir okkur við börnin okkar

Nú þegar rúmlega 35 ár eru liðin frá því að popphljómsveitin Síðan skein sól spurði hvort pabbar gætu ekki grátið erum við flest sammála um að þeir geti það.

Að ala upp börn er mikilvægasta verkefnið okkar. Við þurfum að sjá fyrir börnunum, borga af húsnæðisláni, gefa þeim næringarríka fæðu og veita þeim skilyrðislausa hamingju.

Börnin okkar líta upp til pabba sinna. Við lok síðasta áratugar voru börn að metast um hvað pabbi þeirra gæti hoppað yfir mörg hús, lyft mörgum bílum og borðað margar pulsur. Í dag virðist þetta sem betur fer liðin tíð. Börnin okkar eru líka klárari en við.

5. Grátur færir okkur gleði

Við grátum einnig þegar við finnum fyrir jákvæðum og sterkum tilfinningum líkt og þegar barnið okkar fæðist eða við náum markmiðum okkar. Grátur er nauðsynlegur og hollur fyrir alla, konur, börn og karla. Grátur lengir lífið.

Ljósmynd/Victorien Ameline
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál