Opnar sig um notkun ofskynjunarefna

Megan Fox fór til Kosta Ríka til að prófa ofskynjunarefnið …
Megan Fox fór til Kosta Ríka til að prófa ofskynjunarefnið Ayahuasca. AFP

Leikkonan Megan Fox og kærasti hennar Machine Gun Kelly flugu til Kosta Ríka í þeim tilgangi að prófa ofskynjunarefnið ayahuasca. Fox opnaði sig um upplifunina í viðtali á dögunum.

Hún segist hafa haldið að öll ferðin yrði mjög fín og aðeins klassi yfir henni. Þegar hún var komin út í frumskóg í Kosta Ríka, gat ekki farið í sturtu og mátti ekki borða eftir klukkan 13 hafi hún áttað sig á því að þetta væri ekki einhver lúxusferð. 

Fox og kærastinn völdu að prófa ayahuasca, sem er jurtaseyði sem veldur ofskynjunum, á meðal innfæddra í Kosta Ríka, frekar en í Bandaríkjunum eða annars staðar. Uppruni ayahuasca er í Suður-Ameríku og hefur verið notað í lækningaskyni af frumbyggjum álfunnar.

Hún segir athöfnina hafa verið áhugaverða. Hún hófst til að mynda á því að um 20 manns komu saman í hóp og framkölluðu uppköst með því að drekka te úr sítrónugrasi. 

„Og maður þarf að æla ákveðið mikið þangað til maður má fara aftur til hinna, þannig að maður er að hvetja fólk til að halda áfram að æla,“ sagði Fox. Hún segir að þau Machine Gun Kelly hafi ekki verið opin fyrir því að kasta upp fyrir framan annað fólk til að byrja með. Síðan hafi þau áttað sig á því hversu góð leið það væri til að tengjast fólki. 

Alls tók ayahuasca-athöfnin þrjá daga og segir Fox að hún hafi farið til helvítis á sínu öðru kvöldi. „Bara að vita að það er eilífð er pynting í sjálfu sér, því það er engin byrjun, miðja eða endir. Þannig að sjálfsmyndin brotnar algjörlega.“

Fox segir athöfnina hafa verið miklu betri en samtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða dáleiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál