Anna María vinnur að heimildarmynd um lífræna ræktun

Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi
Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi Ljósmynd/Anna María Björnsdóttir

Anna María Björnsdóttir er tveggja barna móðir, eiginkona, kvikmyndargerðarkona og lífrænn neytandi. Síðasta eina og hálfa árið hefur hún unnið að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi og er nú í fullum undirbúning að seinni hluta heimildarmyndarinnar en hún stendur fyrir söfnun á Karólínu Fund því til stuðnings. Blaðamaður sló á þráðinn til hennar og forvitnaðist um lífræna ræktun og hvað felst í því að vera lífrænn neytandi.

Fóstrið berskjaldað fyrir eiturefnum frá landbúnaði

Anna María var búsett í Danmörku í 10 ár þar sem tengdafjölskyldan hennar á og rekur lífrænt býli og kynnist þar lífrænni ræktun. Þegar hún varð ólétt úti var mikil umræða þar í landi um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu. Umræðan snérist um hversu berskjaldað fóstrið er fyrir magni eiturefna sem við notum í landbúnaði. „Lífræn ræktun gengur út á það nota ekki gerviáburð [e. synthetic fertilizer] í landbúnaði eða manngerð eiturefni í ræktuninni.“

mbl.is/Styrmir Kári

„Í kjölfarið skoðaði ég stefnu nokkra danskra sveitarfélaga sem bjóða leiksskólabörnum upp á lífrænt fæði en þannig var það í sveitarfélaginu þar sem við bjuggum,“ segir Anna María. „Þetta vakti áhuga minn á lífrænni ræktun. Eftir að ég kynnti mér málið betur ákvað ég að beina matarinnkaupunum einvörðungu að lífrænt ræktaðri matvöru.“

Ólífrænar kýr?
Ólífrænar kýr? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað er lífrænt ræktun?

Alþjóðlegar reglur gilda um lífræna ræktun og eftirlitsaðilar votta framleiðendur á því sviði. Við lífræna ræktun má aðeins nota lífrænan áburð. Við lífræna ræktun má ekki nota eiturefni og ennfremur má ekki nota erfðabreyttar lífverur. Við búfjárræktun verður fóður dýranna að vera lífrænt og ekki má nota hormóna.

Græna Evrópulaufið auðkennir lífrænt framleiddar afurðir ESB
Græna Evrópulaufið auðkennir lífrænt framleiddar afurðir ESB

Til að markaðssetja lífrænar vörur þarf framleiðandinn að fá vottun frá faggildri vottunarstofu sem hefur eftirlit með starfseminni. Á Íslandi er aðeins ein slík vottunarstofa, Vottunarstofan Tún. Ef að varan er merkt með merki frá Vottunarstofunni Túni getur neytandinn verið viss um að varan sé lífræn og framleidd samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Vörur verða að innihalda 90% lífræn efni eða meira til að teljast lífræn.

Annar veruleiki á Íslandi

Þegar að Anna María flytur aftur til Íslands fyrir tveim árum blasir við henni annar raunveruleiki. „Í Danmörku var hægt að fá lífrænan valmöguleika í flestum matvöruverslunum en hérlendis eru margir vöruflokkar sem er ekki hægt að fá. Svínakjöt og kjúklingakjöt og takmarkað framboð er á lífrænu grænmeti sem vel er hægt að rækta á Íslandi í gróðurhúsum allt árið í kring. Ég þarf að hafa fyrir því að leita uppi lífrænar vörur hérlendis.“

Kostnaðarsamt að fá lífræna vottun

Lífrænn landbúnaður er af skornum skammti á Íslandi en aðeins eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi sem er í kringum 1% af framleiðslu íslensks bændasamfélags og af 650 kúabændum eru aðeins tveir til þrír með lífræna vottun.

„Til þess að vera með lífræna vottun þá þarf varan að vera með hið svokallaða Græna Evrópulauf á umbúðunum, sem er vottun þriðja aðila. Á Íslandi er það vottunarstofan Tún sem fylgist með framleiðsluferlum þeirra bænda sem óska eftir að afurðirnar þeirra fá lífræna vottun. Bændurnir þurfa svo að greiða vottunarstofunni Tún fyrir að votta vörurnar. Sem verður að teljast undarlegt í dag þar sem lífrænir bændur eru með þessu að forðast notkun skaðlegra eiturefna.“

Það er nokkuð ljóst að Ísland er ekki að fylgja á eftir þeirri aukningu sem er að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur varðandi framleiðslu á lífrænt vottuðum vörum. Evrópusambandið hefur sett sér markmið að 25% af lanbúnaðarlandi verði vottað árið 2030 og Danir eru metnaðarfyllri og stefna á 30% 2030. Hér á landi er engin áætlun um slíkt. 

Synda á móti straumnum 

Margir þeirra bænda sem stunda lífræna ræktun í dag hafa gert það í áratugi. Samkvæmt Önnu Maríu þá hafa þeir synt á móti straumnum í áratugi en hafa á sama tíma sýnt og sannað hvernig hægt er að stunda lífræna ræktun á Íslandi. Í heimildarmynd Önnu Maríu Lífrænt líf heimsækir hún þessa bændur og einstakar sögur þeirra raktar. Anna María er með söfnun á Karolina Fund þar sem hún safnar fyrir kostnaði á upptökum og eftirvinnslu vegna seinni hluta heimildarmyndarinnar en myndin verður frumsýnd 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál