Varð fyrir ofbeldi í æsku og byrjaði í neyslu

Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún stjórna hlaðvarsþættinum Það er …
Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún stjórna hlaðvarsþættinum Það er von. Hér eru þau með Baldri Frey Einarssyni.

Baldur Freyr Einarsson er í bata frá fíknisjúkdómi og hefur verið í 14 ár. Baldur, sem er aðstandandi, ólst upp við erfiðar aðstæður og mikið ofbeldi. Hann segir sína sögu í hlaðvarpsþættinum Það er von. 

Baldur á sér skuggalega fortíð. Hann hefur verið ofbeldisfullur eiturlyfjasali, rekið vændishús og setið inni meðal annars fyrir að verða manni að bana. Í seinni tíð hefur hann tileinkað líf sitt því að aðstoða aðra við að ná bata með aðstoð guðs.

„Ég var búinn að lenda í öllum tegundum ofbeldis fyrir tíu ára aldur,“ segir Baldur þegar hann talar um æskuárin í Keflavík. „Eina sem var nóg af var sársauki.“ Baldur fór að nota hugbreytandi efni af alvöru um fermingu. Hann varð strax háður efnunum þar sem hann fann flótta frá kvíða og vanlíðan. 

Uppvöxturinn var óhefðbundinn og bjó Baldur einn þegar hann var á síðasta ári í grunnskóla. Hann stundaði námið því ekki heldur jókst neyslan. „Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór,“ segir Baldur. Hans fyrirmyndir voru á þennan hátt og fetaði hann sama veg frá unga aldri; þjófnað, afbrot, fíkniefni og mikið ofbeldi.

Fyrsta innlögn Baldurs á Vog var einungis til að sleppa við að fara á geðdeild eftir eina af mörgum sjálfsvígstilraunum. „Mér leið eins og algjörum lúser, ég gat ekki einu sinni kálað mér.“

Þegar Baldur var í meðferð á Vogi tók hann meðvitaða ákvörðun um að fara í sprautuneyslu. „Ég gerði það og beitti hrottalegu ofbeldi á sama tíma, við vorum bæði hættulegir sjálfum okkur og öðrum.“ Ofbeldið var réttlætt oft og tíðum hjá Baldri og hans hópi, þeir beittu fólk ekki ofbeldi nema það ætti það skilið, samkvæmt þeirra bókum.

Baldur varð ungum manni að bana í miðbænum ásamt félaga sínum. „Ég grét bara, maður hefði kannski gengið svona langt í ofbeldi ef hann hefði gert eitthvað en ekki í einhverjum slagsmálum niðri í bæ.“

Baldur talar um hvernig fólk í virkri neyslu réttlætir fyrir sér neysluna. „Ég vildi vera í skólanum, þá fékk ég bara fjögur þúsund krónur á viku, þá þarf maður auðvitað að redda sér pening. Ég fór þá strax að flytja inn kókaín á Hraunið.“

Líf Baldurs, eftir að hann varð edrú, hefur ekki verið dans á rósum. Hann hefur gengið í gegnum mörg erfið áföll, sem hann segir frá í þættinum, en komist í gegnum þau án þess að flýja í hugbreytandi efni.

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál