Var sett á þunglyndislyf á breytingaskeiðinu

Rod Stewart ásamt eiginkonu sinni, Penny Lancaster.
Rod Stewart ásamt eiginkonu sinni, Penny Lancaster. Reuters

Hin breska Penny Lancaster hefur verið dugleg að opna sig um hvernig það er að vera á breytingaskeiðinu. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Rod Stewart, hefur sýnt henni mikinn skilning og segja þau mikilvægast að tala um breytingaskeiðið. 

„Ég gúglaði breytingaskeiðið mjög mikið þegar hún var að ganga í gegnum þetta,“ sagði Stewart og sagði að eiginkona sín hefði verið brothætt á þessum tíma. „Ég þurfti bara að hlusta og læra og vera búinn undir að pönnu væri kastað út úr eldhúsinu,“ sagði Stewart nýlega í sjónvarpsþætti að því fram kemur á vef Daily Mail. 

„Þetta var ógnvekjandi af því að hún var ekki manneskjan sem ég giftist. En við töluðum um það sem ég held að sé það mikilvægasta sem pör geta gert. Og hún útskýrði þetta fyrir mér í gegnum tárin af því Penny elskar að gráta,“ sagði hinn 76 ára gamli rokkari.

Lancaster sem varð fimmtug fyrr á árinu fann fyrir breyttri líðan í fyrra. Í fyrstu kenndi hún útgöngubanni vegna kórónuveirufaraldursins um líðan sína og lýsir atviki sem leiddi til þess að hún fór til læknis. „Ég var að kalla á strákana niður í kvöldmat og var orðin óþolinmóð. Þegar þeir komu loksins niður í eldhús voru þeir að rífast og ég öskraði og kastaði matardisk með mat á yfir herbergið og byrjaði að gráta,“ sagði Lancaster sem fékk ávísað þunglyndislyf sem hún segir að hafi bara virkað eins og plástur. Hún hefur síðan prófað hormónameðferð sem hún segir betri lausn. 

Hún telur ef þessu væri öfugt farið, ef fimmtugir karlmenn á hápunkti starfsferils síns væru að ganga í gegnum þetta, þá væri gert meira til þess að hjálpa þeim en konum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál